Úrval - 01.07.1962, Page 142
150
ÚR VAL
an: „Turninn er að liðast í
sundur. Þeir eru að senda
„Wasp“ til þess að flytja okkur
burt.“
Nú er enginn meiri tími til
viðræðna. Phelan hefur skipað
allri áhöfninni út á þilfar þrátt
fyrir hinn hræðilega storm og
hinar risavöxnu öldur. Þeir
vinna þarna við flóðljós í hríð
og slyddubyl og ryðja sements-
pokum og möl af þilfarinu, svo
að þyrilvængjurnar geti lent.
Leyniskjölum turnsins og eld-
traustum skjalaskápum er einn-
ig varpað útbyrðis.
6A5 e. h. Flugvélamóður-
skipið „Wasi>“ tilkynnir, að það
sé á fullri ferð til turnsins.
l.íOe.h. Phelan við AKL-17:
„Ég hugsa, að við þraukum til
dögunar.“
7.20 e. h. í niðamyrkri og
blindhríð streitist AKL-17 við
að sigla nær turni nr. 4. Mangu-
al skipstjóri einblínir á mynd
turnsins á ratsjárskifunni. Turn-
inn kemur fram sem daufur,
grænleitur blettur. Skyndi'lcga
verður bletturinn óskýr og
hverfur. Mangual lítur undrandi
á vararatsjána, síðan hleypur
hann að þráðlausa símanum.
„Turrf nr. 4, turn nr. 4,“ hrópar
hann. Það berst ekkert svar.
8 e. h. Þrátt fyrir mikla
hríð streymir björgunarlið frá
New York, New London og
öðrum höfnum á vettvang. —
Tundurspillar úr flotadeiid
„Wasp“ sigla á fullri ferð í átt
til staðarins. Brátt er svartur,
æðandi sjórinn yfir neðansjáv-
arhryggnum uppljómaður af
ljóskerum skipa, rauðum eld-
fiaugum og hvítum ijósblysum,
hangandi i fallhlifum. í glampa
kastljósanna má sjá alls konar
brak, rúmdýnur, björgunarbelti.
Það hvílir sterkur dieseiólíuþef-
ur yfir staðnum. Það er allt og
sumt sem líta getur.
OFTAST er tungutrúr tíðindasmár.
VEGUR tunga, þótt vopn bresti.
ÚLFUR breytir hárum en ei háttum.
ALLT skal með varygð vinna.
EINHVERN veginn slunginn sleppur.
— ísl. málsháttur.
■— Isl. málsháttur.
— Isl. málsháttur.
•— Isl. málsháttur.
— Isl. málsháttur.