Úrval - 01.07.1962, Síða 146
154
U R V A L
segir í dagbók Goebbels. Fám
mínútum síðar urðu þeir þó
vitni að kraftaverkinu - væskill-
inn með Sjaplíns-yfirskeggið, er
verið hafði umkomulaus flæking-
ur i Vínarborg í æsku, óbreyttur
hermaður í fyrri heimsstyrjöld-
inni, yfirgefinn einstæðingur í
Miinchen á eymdarárunum fyrst
eftir að henni lauk, leiðtogi í
hinni alltað þvi skoplegu hjór-
kjallarabyltingu þar í borg,
þessi aðeins 43 ára gamli seið-
valdur, sem ekki var einu sinni
þýzkur, heldur austurrískur,
hafði verið valinn kanzlari
þýzka rikisins.
Þetta kvöld efndu nazistar til
skipulagðra hátíðahalda i Ber-
línarborg í þeim stíl, sem þá var
enn lítt þekktur — en íþúar
Berlínar og annarra borga i
Þýzkalandi áttu eftir að kynnast
betur næstu árin. Stormsveit-
irnar og meðlimir í öðrum naz-
isttasamtökum gengu tugþúsund-
um saman, þungum, taktföstum
skrefum um Brandenþorgarhlið-
ið undir sigurboganum mikla og
niður Wilhelmstrasse, með log-
andi blys, blaktandi ;íána og
lúðrasveitir í broddi fylkingar;
l'ramhjá kanselleribyggingunni,
þar sem „foringinn“, Adolf Hitl-
er hinn nýskipaði kanzlari, stóð
á svölum úti, með hægri arm
framréttan í nazistakveðju, en
fylkingarnar hylltu hann með
„Heil-Hitler“—öskri og dynjandi
trumbuslætti.
Þegar Goebbels kom heim um
þrjúleytið um nóttina, þreyttur
en glaður, skrifaði hann í dag-
bók sína: „Þetta er draumi lík—
ast. Hið nýja, þýzka ríki er í
heiminn borið . . .“
Sjálfur fullyrti Hitler að
Þriðja ríkið mundi standa í þús-
und ár. Það stóð i tólf lir —
ekki nema brot úr andrá af ævi
mannsins síðan sögur hófust. En
á þessu broti úr andrá hafði
honum tekizt að hefja þýzku
þjóðina úr basli og áhrifaleysi
eftirstríðsáranna, svo hún skip-
aði ekki einungis valdaöndvegi
með stórveldunum á ný, heldur
réði lögum og lofum frá Atlants-
haí'i að Volgufljóti og Norður-
höfða til Miðjarðarhafs, tekizt
með útreikningi og vísindalegri
áróðri en dæmi þekktust til að
koma á svo grimmúðlegu ein-
ræði, að kaldrifjuðustu valda-
böðlar myrkustu niðurlægingar-
tíma allrar siðmenningar hefðu
máti roðna af blygðun í gröfinni,
og um leið tekizt að afvegaleiða
svo eina af elztu og germennt-
uðustu þjóðum heims, að
grimmdaræði hennar mun alltaf
talið einhver svartasti blettur-
inn á siðmenningunni — tekizt
að koma af stað ægilegasta blóð-
baði nýrrar heimsstyrjaldar,