Úrval - 01.07.1962, Side 148
156
ÚRVAL
hann syrgði rajög, og einhverra
hluta vegna virSist hann lítið
liald eða traust hafa haft af föð-
urnum, því að eftir þetta er
hann um langt skeið vegalaus,
rekald að meira eða minna leyti.
Hann er þá nítján ára, kveður
Linz, fæðingarborg sína, heldur
til Vín og kveðst ekki snúa heim
aftur fyrr en hann hafi unnið
nokkurn sigur. Sá sigur lét hins-
vegar á sér standa; hann fékk
aldrei fasta vinnu, ekki einu
sinni fastan samastað og svalt
löngum. En gagnstætt því sem
títt er um æskumenn sem bíða
slíkt skipbrot, hétt hann sér frá
öllu slarki, hvorki reykti né
drakk og forðaðist slagtog við
konur — ekki af því að hann
væri haldinn neinu óeðli, að þvi
er vitað verður, heldur sökum
meðfæddrar feimni. En hann las
ósköpin öll, fylgdist vel með öllu
er gerðist í stjórnmálum, og
virðist þá þegar hafa verið gædd-
ur furðulegri skarpskyggni á
veiiur flokkanna og stjórnmála-
kerfisins. Hann fyllist hatri á
verkamannastéttinni og sósial-
demókrötum, en hafði slæg-
vizku til að láta það ekki upp-
skátt, heldur reyndi hann að
kynnast flokkstarfseminni sem
nánast svo hann gæti gert
sér grein fyrir orsökum að vexti
flokksins og viðgangi. Þóttist
hann brátt komast að raun um,
að helzta orsökin væri sú, að
forystumenn hans kunnu að
beita áróðri og koma af stað
múghreyfingu — og ekki hvað
sízt að þeir gátu lika brugðið
fyrir sig „sálrænu ofbeldi“, eins
og hann orðaði það seinna. Ekki
mun Hitler hafa verið með öllu
iaus við Gyðingaandúð þegar
hann fluttist til Vinar; liann
hafði að minnsta kosti ekki
dvalizt þar lengi, þegar hann fór
að kynna sér árásarrit Gyðinga-
andstæðinga, sem nutu mikillar
útbreiðslu í Vin um þessar
mundir. Við lestur þeirra sann-
færðist hann um að loað væru
Gyðingar, sem skipulegðu vændi
og hvíia mannsalið i borginni og
f ylltist hatursofstæki í þeirra
garð. Svo er að sjá sem kynferð-
islegt hungur hans sjátfs hafi
ráðið þar miklu um, en svo
djúpstætt varð þetta hatur í sál-
artífi hans, að það brýzt fram
í síðustu orðunum, sem hann
skrifaði, áður en hann framdi
sjálfsmorð — hinni svonefndu
erfðaskrá, þar sem hann lýsir
yfir þvi að Gyðingar eigi alla
sök á síðari heimsstyrjöldinni.
Mætti j)ó ætla að hann hefði
fundið því nokkra útrás í þeim
hryllilegu hópmorðum á Gyðing-
um, sem hann hafði þá staðið
að á undanförnum árum og
verða munu um aldir og ævi
blóðug smán, ekki einungis öll-