Úrval - 01.07.1962, Side 150
158
Ú R VA 1
þeirrar ákvörðunar að gera
stjórninálin að ævistarfi sínu.
MeS öðrum orðum, að g'era
þýzku þjóðina þess megnuga að
koma fram hefndum fyrir hin
„svivirðilegu svik“.
Upphaf nazistaflokksins.
í fljótu hragði kann svo að
virðast, að hinum þrituga Aust-
urríkismanni yrði ekki hægt um
vik að hafa nokkur teljandi á-
lirif á gang þýzkra stjórnmála.
En þegar Adolf Hitler kom aftur
til Munchen, liaustið 1918, gat
hann varla þekkt hana fyrir
sömu borg. Þar var þá bylting
i algleymingi, sem dró þangað
öll þau öfl, sem vildu lýðveldið
feigt — jarðvegurinn gat varla
verið gróðurvænlegri.
Hitler hafði þá enn ekki verið
brottskráður úr h.ernum, og nú
barst honum skipun frá pólitisku
deildinni um að athuga fámenn-
an stjórnmálaflokk i Múnchen,
sem kallaði sig „Þýzka verka-
mannaflokkinn“. Fyrst i stað
tók Hitler flokk þennan ekki
ýkja alvarlega —25 náungar,
sem sátu á heldur ómerkilegum
skraffundi. „T þann tíð ruku
allir til og stofnuðu flokk, ef
þeir voru eitthvað óánægðir með
gang málanna. Slik samtök þutu
upp hvarvetna eins og gorkúlur
og hurfu jafnhraðan. Ég gat
ekki séð að þessi Þýzki verka-
mannaflokkur væri þeim neitt
frábrugðinn,“ sagði hann sjálfur
síðar.
Hann kvaðst þvi ekki hafa
vitað hvort heldur hann átti að
reiðast eða hlægja, þegar honum
barst tilkynning um það daginn
eftir, að hann hefði verið sam-
þykktur sem meðlimur flokks-
ins. Hann hafði hugsað sér að
stofna sinn eigin flokk, en af-
réð þó að þiggja boð um að
mæta á nefndarfundi, þar sem
ætlazt var til að hann gerði
nokkra grein fyrir inngögnu
sinni í flokkinn.
Ekki tók l>etra við þegar liann
mætti á fundinum, sem haldinn
var í þröngri kompu, þar sem
daufur iogi á olíulampa megn-
aði ekki að dreifa röklcrinu.
Gjaldkerinn upplýsti að sjóður
flokksins næmi sjö mörkum og
fimmtíu pfenningum. Eitthvað
var það samt sem dró hann að
þessum mönnum, svo hann
ákvað, eftir harða en skamma
innri baráttu að „slá til“. „Alvar-
legasta ákvörðun, sem ég hef
tekið á ævi minni; það skref
varð ekki aftur tekið“.
Og Adolf Hitler var skráður
sem sjöundi meðlimur stjórnar
Þýzka verkamannaflokksins —
en eins og' á stóð, var það allur
flokkurinn. Hinir sex voru mis-
litur söfnuður; m. a. geðbilaður
járnsmiður, Anton Trexler, sem