Úrval - 01.07.1962, Page 154
162
ÚRVAL
andi, heldur gera hann að ríki
í ríkinu með sivaxandi áhrifum.
Og niðri í Bæjaralandi stýrði
Adolf Hitler stjórnmálafleyi
sinu út á flóðbylgju þjóðernis-
ofstækisins og lvðræðisfjand-
seminnar og lét hana bera það
i faldi sér.
Fyrir rás atburðanna hlaut
hann byr í seglin -— markið
hríðféll enn, og Frakkar sendu
hersveitir til Ruhrhéraðanna,
þegár Þjóðverjar gátu ekki af-
hent tilskilið magn af timbri,
Þessi lamandi árás á þýzku iðn-
framleiðsluna varð til að sam-
eina þjóðina; verkamenn i Ruhr
gerðu allsherjarverkfall og'
skipulögðu skemmdarverk og
slcærur með aðstoð hersins, og'
kom fyrir ekki þótt Frakkar
gripu til fangelsana og jafnvel
dauðarefsingar. Og markið varð
verðlaust, sparifjárinnstæður al-
mennings að engu og trú hans
á efnahagskerfi lýðveldisins um
teið. Hitt skildi almenningur
ekki, að verðleysi marksins gerði
bæði skuldir stóriðjuhöldanna
og stríðsskaðabótaskuldir ríkis-
ins að engu — en herráðsklikan
skildi liinsvegar að það þýddi
að þjóðin hefði efni á að vigbú-
ast á ný, um leið og gengi gjald-
miðilsins hækkaði aftur. Al-
menningur skildi það eitt að
álitleg sparifjárinnstæða nægði
ekki lengur fyrir mjöllúku — og
kenndi lýðveldinu um allt sam-
an. Betri og hagstæðari byr gat
Adolf Hitler ekki óskað sér.
Bjórstof ubyltingin.
Haustið 1923 lýsti fylkisráð
Bæjaralands yfir neyðarástandi
i landinu og fól Gustav von
Kahr óskorað vald, ásamt Otto
von Lossow herforingja, yfir-
manni rikisvarnarliðsins og
Hans von Seisser höfuðsmanni,
yfirmanni ríkislögreglunnar —
en von Kahr var kunnur íhalds-
forsprakki og keisarasinni, og
stjórn lýðveldisins kveið þvi að
Bæjaraland kynni að rofna úr
tengslum við þýzka .rikið, ef til
vill gagngert fyrir sameiningu
Suður.-Þýzkalands við Austur-
ríki.
Spennan jókst, stjórn lýðveld-
isins lýsti yfir neyðarástandi um
allt landið, en von Kahr neitaði
að taka við fyrirskipunum frá
Berlín, lét liðsforingja og her
sverja stjórn sinni hollustu og
liafði að engu kröfu lýðveidis-
stjórnarinnar um bann á mál-
gagni Hitlers, Voelkischer Beo-
bachter, vegna harðvítugra árása
þess á lýðveldið. Þarna var þvi
bæði um hernaðarlega og póli-
tíska byltingu að ræða, og von
Seect yfirhershöfðingi tilkynnti
stjórn von Kahrs og Hitler að
mótþrói þeirra yrði brotinn á
bak aftur með valdi. Enn þóttist