Úrval - 01.07.1962, Page 156
164
UR VAL
skiptið, og áreiðanlega ekki hið
síðasta sem Hitler laug svo
snjallt að hreif. Fundarmenn
fögnuðu ákaft, það hafði sín
áhrið á þremenningana sem
stormsveitarmenn gættu inni i
bakherberginu — en þó ekki
neitt hjá því, þegar Ludendorff
sjálfur birtist allt í einu á sjón-
arsviðinu.
Hitler hafði að undanförnu
komizt í nokkur kynni við hinn
fræga hershöfðingja, sem reynd-
ist fús til liðs við íhaldsflokk-
ana. Og nú haíði Hitler kallað
hann til Múnchen undir fölsku
yfirskyni, og varð striðsgarpur-
inn hinn æfasti, þegar hann
komst að þvi. Hitler lét það ekki
á sig fá, koma Ludendorffs var
aðalatriðið og loks lét hershöfð-
inginn til leiðast að tala máli
hans við þremenningana. Furðu
lostnir af komu hans létu þeir
undan og' Hitler leiddi þá fram
á sviðið, þar sem þeir, hver um
sig, lýstu hollustu sinni við hina
nýju stjórn en fundarmenn ætl-
uðu að tryllast af fögnuði. í
sömu svifum bárust fregnir af
átökum með stormsveitum og
varðsveitunum við vopnabúrin.
Hitler ákvað að fara sjálfur og
skakka leikinn, en fela Lunden-
dorff umsjá i bjórstofunni. Þetta
reyndist mesta glapræði. Loss-
ow, Kahr og Seisser tókst að
laumast á brott. Gerðist nú
hvort tveggja i senn, að hernum
i Bæjaralandi barst skipun frá
Berlín um að brjóta uppreisnina
á bak aftur, en þeir þremenn-
ingarnir tilkynntu í götuauglýs-
ingum um alla borgina, að þeir
liefðu verið þvingaðir til að lýsa
yfir stuðningi við Hitler og' tóku
öll orð sín aftur. flitler sá sitt
óvænna, en Ludendoff stakk
upp á því dirfskubragði, sem
gat, ef það heppnaðist, þrátt
fyrir allt leitt til sigurs án blóðs-
úthellinga. Hitler var því sam-
þykkur, enda ekki um aðra leið
úi úr ógöngunum að ræða.
Um ellefuleytið daginn eftir
gengu þeir Hitler og Ludendorff
í fylkingarbroddi 3000 storm-
sveitarmanna inn i miðhverfi
Munchen og stefndu að bygg-
ingu hermálaráðuneytisins, þar
sem sveitir úr rikisvarnarliðinu
héldu Roehm og stormsveitum
hans í úlfakreppu, án þess þó að
skipzt hefði verið á skotum.
Ludendorff treysti því, að svo
mikillar hylli og aðdáunar nyti
hann meðal hermannanna sem
frægasti hershöfðingi og stríðs-
garpur þjóðarinnar, að enginn
þeirra dirfðist miða á hann
byssu — jafnvel að þeir snerust
í lið með honum og Hitler.
Þegar fylkingin nálgaðist
byggingu hermálaráðuneytisins,
varð hún að fara um þrönga
hliðargötu, sem varin var lög-