Úrval - 01.07.1962, Page 157
IIITLER OG ÞRItíJA RIKIÐ
regluliðinu, hundrað talsins,
vopnuðu rifflum. Aldrei fékkst
út því skorið hvor aðilinn hóf
skothríðina. Hún stóð að vísu
aðeins eina minútu, en með
henni var kveðinn upp dauða-
dómur yfir fyrirætlun þeirra
Hitlers og Ludendorffs. Þrír
féllu af lögreglunni en sextán af
nazistum og margir særðust.
Goering hneig niður, særður á
mjöðm; þeir sem ekki særðust
flýðu eða vörpuðu sér niður í
götuna og var Hitler meðal
þeirra síðarnefndu.
En Ludendorff gerði hvorki að
flýja né fleygja sér niður. Tein-
réttur og stoltur hélt hann áfram
milli byssukjaftanna, en enginn
af nazistunum gerðist til að
fylgja honum, ekki einu sinni
Hitler, sem hvarf af sjónarsvið-
inu skömmu eftir að skothríð-
inni lauk og lét afskiptalausa
þá félaga sína, sem lágu eftir
í valnum, dauðir eða særðir.
I'yrir rétti og i fangelsi.
Næstu tvo dagana voru allir
uppreisnarforsprakkarnir teknir
höndum að Goering og Hess
undanskildum, og nazistaflokk-
urinn leistur upp með valdboði.
Allir töldu þar með endi bund-
inn á stjórnmálaferil Hitlers —
nema sjálfur hann. Hann gerði
sér fyllilega Ijóst hvílík áróðurs-
tækifæri réttarhöldin veittu hon-
105
um. Þau hófust þann 20. febr.
1924, og þegar þeim lauk, 24
dögum síðar, hafði Hitler flutt
þar hverja áróðursræðuna af
annarri, sem siðar höfðu verið
raktar á forsiðum allra stór-
blaða; sefjað áheyrendur sina
með mælsku sinni og sannfær-
ingarkrafti — og þegar dómur-
inn féll og hann var fluttur í
virkisfangelsið i Landsberg, var
hann orðinn þjóðkunnur, sannur
ættjarðarvinur og jafnvel hetja
að margra áliti.
Þá niu mánuði, sem hann sat í
•fangelsinu, var farið með liann
eins og heiðursgest. Fangavist-
ina notaði hann til að lesa Rud-
olf Hess fyrir bók sina, „Mein
Kampf“, sem síðar varð biblia
nazista. Fæstir þeirra munu þó
hafa lesið þá bók ■— 782 blað-
síður — spjaldanna á milli, enda
ekki um beinlínis aðgengilega
framsett fræði að ræða. En
hefðu nógu margir þeirra, sem
ekki voru nazistar, t. d. ein-
hverjir af helztu stjórnmála-
mönnum erlendis, kynnt sér
þann boðskap í tæka tíð, er ekki
að vita nema öðruvísi hefði
farið.
Um leið og Hitler var laus úr
fangelsinu, hóf hann endur-
skipulagningu flokksins, en sótt-
ist seint. í árslok 1925 töldust
meðlimirnir einungis 27.000, og
velmegunarárin, 1925 til 1929,