Úrval - 01.07.1962, Side 158
Ú R VA L
16G
heyrðist flokksins og foringjans
sjaldan getið — nema þá helzt í
skrýtlum, oftast i sambandi við
bjórstofubyltinguna. í kosning-
unum 1928 hlaut flokkurinn ekki
nema 810.000 atkvæði af 31
milljón, en meðlimatala hans var
þá komin upp í 108.000.
Ástir foringjans.
Þótt Hitler reyndist þungur
stjórnmálaáróðurinn á þessum
árum, sagði hann seinna að þá
liefði sér liðið bezt á ævinni.
Kvaðst hann þá hafa komizt í
náin kynni við allmargar konur,
en ekki viljað kvænast, þar eð
hann liefði alltaf mátt búast við
að sér yrði aftur varpað i fang-
elsi.
Þótt nú sé vitað að Hitler hafði
mikið yndi af fögrum konum,
er ekki kunnugt um nema eina,
sem hann unni hugástum.
Sumarið 1928 tók Hitler hús á
leigu í hlíðinni fyrir ofan .Berch-
tesgaden og réði hálfsystur sína,
ekkju að nafni Angela Raubal,
til sín sem ráðskonu. Hún átti
dætur tvær, Geli og Friedl, en
Geli, sem þá var tvítug, var eink-
ar fríð sýnum, með mikið, ljóst
hár og gædd hrífandi yndis-
þokka. Varð Hitler brátt ástfang-
inn af þessarri frænku sinni,
tók hana ekki einungis með sér
í langar gönguferðir um fjöllin
og á leiksýningar og veitinga-
staði í Jfúnchen, heldur og á
fundi og ráðstefnur. Vakti þetta
mikið umtal og athygli, svo ráð-
settari meijn innan fiokksins
töldu að annaðhvort yrði for-
inginn að kvænast þessarri fögru
frænku sinni eða hætta að hafa
hana í fylgd með sér á almanna-
færi, en hann mátti á hvorugt
heyra minnzt.
Ekki er þó ósennilegt að hann
hafi luigsað sér að kvænast
henni, og engum vafa bundið að
hann unni henni mjög; aftur á
móti er vafasamt um tilfinning-
ar hennar, þótt auðvitað hafi
hún sem kona kunnað vel að
meta frægð hans. Loks kom til
sundurþykkis með þeim, og virð-
ist sem þar hafi fyrst og fremst
verið um gagnkvæma afbrýði að
ræða — hún sakaði hann um að
hafa kynni af öðrum konum,
hann bar henni á brýn of náið
samband við náunga, sem ver-
ið hafði lífvörður hans. Hún
reis gagn harðstjórn móðurbróð-
ur síns, sem þoldi ekki að hún
liti annan karlmann augum,
bann.aði henni að halda áfram
söngnámi í Vín og vildi sitja
einn að henni á allan hátt.
Sumir telja að henni hafi og of-
boðið kvalalosti hans, en hvað
um það, sundurþykkja þeirra
varð æ alvarlegri, og þann 17.
september 1931 — Geli og móðir