Úrval - 01.07.1962, Qupperneq 161
HITLER OG ÞRIÐJA RÍKIÐ
169
Hitler sjálfur hafði þorað að
vona, atkvæðatala nazistaflokks-
ins jókst úr 810.000 í ö.409.600,
og þar með var níundi og fá-
niennasti þingflokkurinn orðinn
annar stærsti í landinu.
Til þess að styrkja enn að-
stöðu sína sneri Hitler sér nú
að tveim voldugustu aðilum
þjóðfélagsins, hernum og iðju-
höldunum. Hann hét því að
koma upp aftur öflugum, þýzk-
um her, þegar hann væri kominn
til valda, og það nægði til þess
að herforingjaklíkan, sem til
þessa hafði sýnt nazistum tor-
tryggni, sneri við blaðinu og
setti allt sitt traust á foringja
þeirra. Iðjuhöldarnir voru ckki
síður auðblekktir. Kosningaúr-
slitin sýndu að nazistaflokkur-
inn var vaxandi vald, sem iaka
varð tillit til og þeir reiknuðu
því dæmið þannig, að ef þeir
styrktu flokksjóðinn nógu ríf-
lega, næðu þeir tög'Ium og högld-
um á forystu hans. Samkvæmt
því voru þeir ósínkir á fjárfram-
lög til nazista í sambandi við
undirbúninginn að lokaáhlaup-
inu.
Erfiðleikarnir jukust stöðugt
árið 1931. Fimm milljónir manna
stóðu uppi atvinnuíausar, mið-
stéttirnar sáu fram á algert hrun,
bændurnir gátu ekki staðið við
greiðsluskuldbindingar sinar.
þingið óstarfhæft sökum flokka-
átaka, stjórnin hvikráð, forset-
inn, Hindenburg gamli, elliær á
grafarbakkanum — og nú þótt-
ust framámenn nazista sjá að
sinn tími væri í nánd. Lýðveldið
var að minnsta kosti dauðadæmt.
Hinir mörgu þingflokkar hörð-
ust hver um sig fyrir sínum eig-
in hagsmunum og gátu ekki sani-
einazt um neitt, svo enginn þing-
meirihluti . náðist, hvórki til
hægri né vinstri, en allar ákvarð-
anir byggðust á hrossakaupum
að tjaldabakí. Stjórnirnar féllu
jafnóðum og þær voru myndað-
ar, og kosningarnar i júlí 1932,
voru þær þriðju í röðinni á fimm
mánuðum. ,4 nazistunum var þó
ekki neina kosningaþreytu að
sjá, áróður þeirra og ofstæki
hafði aldrei verið meira, enda
unnu þeir enn mikinn sig'ur,
hlutu 13.745.000 atkvæði og 230
þingsæti; þar með voru þeir
orðnir stærsti flokkur á þingi
með 37% atkvæða að baki. Enn
vantaði þó mikið á að þeir hefðu
þar hreinan meirihluta. Við
kosningarnar í Litla Lippe þann
15. janúar 1933, unnu nazistar
enn á, hlutu 39% greiddra at-
kvæða. Enginn stórsigur að vísu,
en Goebbels kunni á áróðursslag-
verkið, og það virðist, þótt ein-
kenniiegt kunni að virðasl, hafa
Iiafí sin áhrif á þá íhaldsfor-
sprakka sem stóðu að baki Hind-
enburgs, einkum Méissner rikis-