Úrval - 01.07.1962, Síða 167
HITLER Ofí ÞRIÐJA RÍKIÐ
175
veldi sögunnar á öllum svið-
um . . .
Rínarhéruðin leyst.
Fyrstu tvö valdaárin beitti
Hitler þeirri tækni að tala hátt
um frið en vígbúast á laun. Her-
aflinn var þrefaldaður á skömm-
um tíma, en Goebbels varð að
sjá svo um að orðið „herforingja-
ráð“ kæmi aldrei fyrir i blöð-
unum, þar sem sú stofnun var
bönnuð samkvæmt Versalasamn-
ingunum, og ekki mátti heldur
birta neina iista yfir ski])anir í
liðsforingjastöður eða önnur
hernaðarleg embætti, svo ekki
kæmist upp, live ört þeim fjölg-
aði. Kafbáta, sem þjóðin mátti
ekki eignast, lét stjórnin smiða
á laun í Finnlandi, Hollandi og á
Spáni. Goering flugmálaráð-
herra — ekki herflugmálaráð-
herra — iét hefja framleiðslu á
herflugvélum, einnig með leynd,
og þjálfa herflugmenn í blóra
við flugíþróttasambandið. Og i
lok ársins 1934 var endurvíg-
búnaðurinn orðinn svo umfangs-
mikill á öllum sviðum, að hon-
um varð ekki lengur leynt.
Laugardaginn þann 10. marz
1935, gaf Hitler einfaldlega út
þá tilskipun ,að herstyrkur
Þjóðverja á friðartímum skyldi
verða 36 herfylki, eða rúmlega
hálf milljón manna. Þar með
var afvopnunarákvæði Versala-
samninganna úr sögunni. Bretar
og Frakkar mótmæltu harðlega,
en létu þar við sitja — eins og
Hitler liafði gert ráð fyrir.
Honum hafði heppnazt fyrsti
leikurinn.
Hann hafði þegar ákveðið
næsta ieikinn, að taka Rinar-
héruðin herskildi. Æðstu menn
þýzka hersins töldu það hið
mesta óráð, Frakkar myndu taf-
arlaust hefjast handa og ger-
eyða hinum fámenna þýzka her
á svipstundu. Blomberg hers-
höfðingi og hermálaráðherra
hlýddi foringja sinum engu að
síður og fyrirskipaði þann 2.
marz 1936 að Rinarhéruðin
skyldu hertekin, en svo hæpnar
þóttu honum þær aðgerðir, að
Iiann lagði samtímis á ráðin um
að hersveitirnar skyldu hörfa
aftur yfir Rín, ef franski herinn
sýndi sig liklegan til gagnárásar.
En franski herinn lét þessi þrjú
þýzku herfylki afskiptalaus. —
Gamelin hershöfðingi lét flytja
þrettán frönsk herfylki að landa-
mærunum, en þó þau hefðust
ekki að, skaut það Btomberg svo
skeik í bringu, að hann mundi
hafa kaliað þýzka herinn í'il
baka, ef Hitler hefði mátt heyra
slikt nefnt.
Þetta var glannalegur leikur,
og valdi Hitlers mundi tafar-
laust hafa verið lokið, ef Frakk-