Úrval - 01.07.1962, Page 175
IIVAÐ ER DAUÐINN?
183
áfram. Samkvæmt hinni fyrri
skýrgreiningu liér að framan var
þetta fólk dáið. En dó það and-
lega? Skildi sálin við likam-
ann? Hafi hiin gert það, hlýtur
hún að hafa komið aftur, því
margir þeirra eru iifandi á þess-
ari stundu og þessi skammvinni
dauðdagi hefur engin áhrif haft
á persónuleika þeirra.
En að sjálfsögðu voru heila-
frumur og aðrar líkamsfrumur
viðkomandi manna Iifandi allan
tímann. Frumur geta haldið
starfsemi sinni áfram nokkra
hríð, án þess að fá næringarefni
utan frá eða losna við úrgangs-
efni sín. Þess vegna mætti segja
að andlegt líf hljóti að standa í
beinu sambandi við líf eða dauða
heilafrumanna.
Þetla vandamál verður ennþá
flóknara, þegar Iitið er á ýms-
ar aðrar framfarir í læknisfræði.
Hinn líffræðilegi dauði frumu,
sem engan aðgang á að næringu,
er efnabreyting. Og eins og flest-
ar aðrar efnabreytingar, er þessi
dauði miklu hægari við lágt hila-
stig. Þannig má halda friimum
lifandi með kælingu klukku-
stundum saman, þótt lífsnauð-
synleg starfsemi líffæranna hafi
hætt. Þotta er notað til að fram-
kvæma skurðaðgerðir á hjarta.
Enn erum við ekki i neinum
vandræðum með að tengja and-
legt líf lífi heilafrumanna, því að
lita má á líkamskælingu þessa
sem hvert annað meðvitundar-
leysi eða svefn. Og enginn býst
við að sálin hverfi úr líkaman-
um undir þeim kringumstæðum.
En getum við fallizt á, að
mögulegt sé að loka sál mann-
veru inni í frosnum heilafrum-
um á þennan hátt í ár eða jafn-
vel aldir? Rannsóknir, sem farið
hafa fram i Bretlandi henda
ákveðið í þessa átt. Dr. Audrey
Smith hefur rannsakað áhrif
enn meiri kælingar á heilum
dýra. Við jiað lága hitastig sem
hún notar stöðvast efnabreyting-
ar þær sem orsnka eyðileggingu
og dauða frumanna nærri al-
gerlega.
Mesta vandamálið hefur verið
að finna aðferð til þess að frysta
dýrin, án þesS að mynda ís-
krystalla, sem orsalta sams konar
skemindir i lifandi frumum eins
og verða í vatnsleiðslum og kæli-
kerfum bíla þegar frýs í þeim.
En hún hefur þegar að mestu
leyti komizt yfir þessa erfið-
leika. Hún hefur fryst hamstra
harða eins og grjót og þeir hafa
ekki sýnt nein inerki um
skemmdir þegar þeir voru þídd-
ir upp aftur.
Enn hafa hamstrar ekki verið
frystir lengur en í eina klukku-
stund, en ekki virðist vera nein
ástæða til að ekki væri hægt að
halda þeim frosnum langtímum