Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 6

Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 6
4 ÚRVAL Það var þannig engin furða, þó að Indíánarnir litu á vísundinn, sem gjöf frá Guði. Hann er stærsta skepnan á ame- ríska meginlandinu. Fullorðið dýr er sex fet á hæð um herðakambinn, og 13 fet á lengd og vegur hátt í tonn. Illskan logar í smáum augum hans, og hornin á hr. V eru bráðdrep- andi og með þeim rótar hann upp grassverðinum og býr sér til flag til að velta sér í, eða hann hrekur úlfa- hjarðirnar á flótta. Frú V er heldur ekki feimin, enda þótt hún sé að jafnaði ekki eins heiftug og bóndi hennar, þá er hún samt talin ein af tíu illvígustu skepnum veraldar, ef hætta steðjar að afkvæmi hennar. Það er álitið, að áður en hvíti maðurinn kom til Ameríku, hafi ver- ið um 50 milljónir vísunda á megin- landi álfunnar. Fyrstu nautasmal- arnir komu ekki tölu á sumar hjarð- irnar, sem á vegi þeirra urðu. Það hafa verið nefnd dæmi um hjörð, sem mönnum virtist að myndi vera um það bil 25 mílur (40 km.) á breidd, og lengd hjarðarinnar sá enginn út yfir. Það var ekki óalgengt á fyrstu dögum fljótabátanna, að þeir kæm- ust ekki áfram eftir Missouri, svo dögum skipti, vegna nautahjarða, sem voru að synda yfir. Vísundurinn var í eina tíð al- gengur fyrir austan Missisippifljót, en um 1810 hafði hann verið flæmd- ur vestur yfir fljótið og þar beið hans dauðinn um leið og járnbraut var lögð yfir meginlandið. Vísundurinn barðist harðri bar- áttu til að halda yfirráðum sínum á sléttunum. Þeir ruddu um síma- staurum, fylktu sér á járnbrautar- teinana og stöðvuðu þannig lest- arnar. Þeir áttu það einnig til að ráðast á milli vagnanna og brjóta tengslin. Kansas & Kyrrahafsfélagið leigði sér frábærar skyttur til að halda opinni leiðinni fyrir járnbrautalest- ir sínar. Einn þessara manna var William nokkur Cody. Hann var ráðinn með miklum launum á þeirr- ar tíðar mælikvarða, eða 500 dollara á mánuði til að stjórna hópi skyttna til eyðingar vísundum. Hann skaut eitt sinn sjálfur 69 vísunda á einum dgi, og á átján mánuðum hafði hann lagt 4280 vísunda að velli. Hann hlaut mikla frægð af þessu verki og nafnið Buffalo Bill. Þúsundir vísunda voru drepnir vegna tungu þeirra eða húðar og leifarnar ekki hirtar heldur látnar rotna þar sem þær voru komnar. Milljónir vísunda voru drepnir að- eins til að hreinsa landið. Ljósmyndir frá þessum tíma, sýna slétturnar þaktar hvítum bein- um, svo langt, sem augað eygði. Jafnvel á þann hátt hélt vísundur- inn áfram, að koma manninum að notum. Það kom í ljós að beinin voru ágæt verzlunarvara til notkun- ar við að hreinsa sykur og' jafnframt til áburðar. Mörgum árum eftir að hjarðir hættu að sjást á sléttunum, notuðu ferðalangar beinin, sem eldsmat, þar sem ekki var annað fyrir hendi. Og loks var vísundurinn fyrsti veghefill Bandaríkjanna. Fyrsti vegurinn inn í óbyggðirnar, vegurinn hans Daniels Bone var lagður í vísundaslóð frá Tennesse
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.