Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 77

Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 77
WAURA-INDÍÁNAR 75 Eins konar skrúðganga, sem í eru drengir og ungir menn, fer þvert yfir torgið. Þeir leika á langar flautur, og hafa skreytt sig með gulum fjaðrakórónum. I dimmasta horninu í húsi höfð- ingjans er hengirúm og þar er veika konan að deyja. Hún er ekkert ann- að en skinnið og beinin. Ungu mennirnir ganga fast að rúminu. Flaututónarnir deyja út. Sá fyrsti tekur nú fjaðrakórónuna af höfði sér og setur hana á höfuð hinnar deyjandi konu og segir um leið: „Ég gef þér þessa fjaðrakórónu, móðir.“ Hið sama gera allir hinir. Síðan blása þeir vindlareyk yfir veiku konuna. Nú heyrast sorgar- kvein og ættflokkurinn safnast saman við sjúkrabeðinn. Sorgar- kveinin hækka, þegar veika konan að lokum gefur upp andann. Karlmennirnir hafa grafið holu framan við grímuhúsið. Þar er kon- an svo grafin, vafin innan í hengi- rúmið og snýr andlitinu mót austri, „svo að hún geti daglega séð sólar- upprásina.“ Kveinstafir ekkju- mannsins heyrast um allt þorpið. Hann endurtekur kveinstafi sína nokkra næstu daga en síðan hættir hann því. Fiskarnir kallaðir til baka Vikum saman hafa verið miklir þurrkar og sól skinið af heiðum himni með þeirri afleiðingu að vatnsborð stöðuvatna og vatns- falla hefur farið stöðugt lækkandi. Oft verða fiskimenn að draga báta sína yfir límkenndan leirinn á upp- þornuðum farvegum. Nú veiða þeir ekki lengur með netum, heldur reyna að veiða einn og einn fisk með ofnum körfum eða háfum í þessum grunnu pollum, sem eftir eru. En að lokum kemur sá dag- ur að hinn leikni fiskimaður Vat- uku fær ekki heldur neitt í sína körfu og allir fiskar virðast flúnir. Kvöld eitt er samþykkt, að tíma- bært sé að viðhafa svonefnda pat- apú-helgisiði til að kalla fiskana til baka. Karlmennirnir syngja í grímuhúsinu meðan þeir mála með skærum litum sporöskj ulagaðar, flatar spýtur, sem þeir nefna pata- pú, og eiga að tákna skugga — eða sálir fiskanna. Hver karlmað- ur tekur tvo patapú — karlfisk og kvenfisk og bindur þá með viðar- tágum við granna staura. Tveir mannanna taka sér nú sæti á torg- inu, en allar konur dveljast inni í húsunum. Síðan sveifla þeir staurunum, hægt í fyrstu, en síðan hraðara, hring eftir hring, hærra og hærra yfir höfði sér. Nú heyr- ast djúpir suðandi tónar frá hópi karlmannanna og fara vaxandi, unz jörðin virðist titra undan taktföstu fótataki þeirra. Þessar athafnir end- urtaka sig nokkra næstu daga. Að lokum segir Praguai sagna- þulur: „Nú eru fiskarnir á uppleið, þaðan sem árnar mætast til að mynda Xingu-fljót. Við höfum gert eftirlíkingar af skuggum fisk- anna og stungið nógu lengi til þess að fiskarnir komi aftur. Nú er gnægð fiskjar. Einnig er mikið komið af piquiá.“ Þeir hafa ekki um annað talað en piquiá dögum saman. Þetta er safamikill, gulur ávöxtur, sem Indíánar Xingu-landa borða með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.