Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 116

Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 116
114 ÚRVAL Hann skellti taltækinu á og sneri sér að aðstoðarmanni sínum, von Bila höfuðsmanni. „Jæja, Bila“, sagði hann, „færið mér nú flösku af kampavíni"! Snemma næsta morgun barst Heinrici fyrirskipun um það til að- albækistöðva sinna, að hann ætti að koma strax til herstöðvarinnar í Plön. Þegar hann var í þann veg- inn að leggja af stað, gekk ungur höfuðsmaður, Hellmuth Lang að nafni, til hans og sagði: „Ég bið yður innilega um að flýta yður ekki að ná til Plön“. „Um hvað eruð þér að tala“? spurði Heinrici. „Fyrir mörgum árum þrammaði ég fyrir aftan herlúðrasveitina í Schwábisch-Gmúnd. Þá voruð þér majór, herra. í sömu herdeild var höfuðsmaður, sem ég kynntist vel. Hann hét Rommel. Ég vil ekki, að sömu örlög bíði yðar og biðu Romm- els hermarskálks". „Við hvað eigið þér“? spurði Heinrici. „Rommel dó af sárum“. Höfuðsmaðurinn svaraði: „Nei, herra, það gerði hann ekki. Hann var neyddur til þess að fremja sjáfsmorð“. Heinrici starði á hann. „Hvernig vitið þér þetta“? spurði hann. „Ég var aðstoðarmaður Romm- els“, svaraði höfuðsmaðurinn. „Ég bið yður þess, akið eins hægt til Plön og yður er unnt. Þá mun stríð- inu sennilega verða lokið, þegar þér náið þangað". Þessi aðvörun átti eftir að bjarga lífi Heinrici. Hann tók í hönd Langs og hristi hana. „Þakka yður fyrir“, sagði Heinrici. Síðan kvaddi hann starfsmenn sína og steig upp í bíl- inn sinn. Þegar bíllinn var lagður af stað, hallaði hann sér fram og sló léttilega á öxlina á bílstjóranum í framsætinu. „Okkur liggur ekkert á“, sagði hann. Hringurinn Iokast. Nú flæddu Rússarnir yfir alla borgina. Hvert hverfið af öðru gafst nú upp, er hinar lélegu varnir borg- arinnar voru brotnar á bak aftur. Götuvígi voru moluð mélinu smærra eins og þau væru eldspýtustokkar. Rússnesku skriðdrekunum var ekið hratt eftir götunum. Ökumenn þeirra kusu fremur að sprengja byggingar í loft upp en að senda hermenn þangað inn í leit að leyni- skyttum. Sumar hindranirnar, svo sem sporvagnar og aðrir stórir vagn- ar, sem fylltir höfðu verið af grjóti og öðru drasli, splundruðust, þeg- ar skotið var á þá af stuttu færi. 120 brýr af samtals 248, sem í borginni voru, höfðu verið sprengd- ar í loft upp til þess að tefja fram- sókn Rússa. En þann 28. apríl voru Rússar komnir að innsta kjarna borgarinnar. Dýragarðurinn var nú orðin ein allsherjar auðn, og dýrin höfðu óð- um týnt tölunni undanfarna daga af ýmsum ástæðum. Fuglar flugu í all- ar áttir, í hvert sinn sem sprengi- kúla sprakk. Ljónin höfðu verið skotin. Vatnahesturinn Rosa hafði drepizt í tjörninni sinni, er sprengi- kúla féll þar til jarðar. Og nú hafði Lutz Heck forstjóri dýragarðsins skipað svo fyrir, að skjóta skyldi bavíanapann. Búrið hans hafði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.