Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 117

Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 117
HVERJIR TAKA BERLÍN? 115 skemmzt, og það var orðin hætta á því, að dýrið kynni að sleppa úr búrinu. Heck gekk í áttina til apabúranna með riffil í hendinni. Bavíaninn, sem var gamall vinur Hecks, sat úti við rimlana. Heck lyfti rifflin- um og beindi hlaupinu fast að höfði dýrsins. Bavíaninn ýtti hlaupinu blíðlega til hliðar. Heck brá, en samt lyfti hann rifflinum aftur. Og aftur ýtti bavíaninn hlaupinu til hliðar. Heck varð mjög miður sín, en reyndi samt einu sinni enn. Bav- íaninn leit á hann augum, sem eng- an skilningsglampa mátti greina í. Svo hleypti Heck af. Rússarnir höfðu alveg sleppt sér. Alexander Korab sá, hvar hundruð drukkinna hermanna brutust inn í búningageymslu kvikmyndafélags. Síðan komu þeir aftur út á göturn- ar, klæddir „alls konar fáránlegum búningum, gömlum, spænskum að- alsmannabúningum með hvíta blúndukraga, einkennisbúningum frá tímum Napóieons og jafnvel krínólínum. Þeir byrjuðu að dansa á strætunum og léku undir á har- monikur. Og þeir hleyptu af byssum sínum beint upp í loftið. Allt þetta gerðist, meðan orrustan geisaði enn í borginni". Það virtist sem þúsundir rússn- eskra hermanna hefðu aldrei komið í stórborg áður. Þeir skrúfuðu ljósa- perur úr og vöfðu vel utan um þær. Þeir ætluðu að fara með þær heim, þar eð þeir héldu, að inni í þeim væri geymt ljós, og að á þeim væri hægt að kveikja, hvar sem væri, þótt ekki væri um neinar rafleiðsl- ur að ræða. Kranar voru skrúfaðir af vatnsleiðslum í húsveggjunum af sömu ástæðu. Mörgum hermönnun- um fannst sem baðherbergin væru dularfull fyrirbrigði. Stundum not- uðu þeir salernisskálarnar til þess að þvo sér úr og skrældu einnig kartöfiur yfir þeim, líkt og um eld- húsvask væri að ræða. En þeir vissu ekkert, hvað við baðkerin skyldi gera. Þúsundum þeirra var því bara kastað út um gluggana. Aðrar villimannlegar árásir voru byrjaðar, meðan orrustan geisaði ennþá. Þær flóðbylgjur rússneskra hermanna, sem flæddu nú inn í borgina í kjölfar hinna öguðu her- manna fremstu sóknarlínunnar, kröfðust nú þess réttar, sem þeir álitu tilheyra sigurvegurum: réttar- ins til kvenna hinna sigruðu. Frieda B. var sofandi í kjallara- íbúð í Zehlendorf ásamt foreldrum sínum. 6 ára gömlum tvíburadætr- um sínum og 7 mánaða gömlum syni, þegar 4 rússneskir hermenn brutu upp hurðina með riffilskeft- um sínum. Byssum var miðað á for- eldra Friedu og börn og' þeim ýtt inn í annað minna herbergi þarna í kjallaranum. Síðan nauðguðu allir hermennirnir henni hver á eftir öðr- um. Um klukkan 6 næsta morgun var hin hrjáða móðir að gefa syni sín- um brjóst af veikum mætti, þegar tveir aðrir hermenn komu niður í kjalarann. Annar þeirra tók barnið af henni og lagði það í barnavagn- inn. Síðan nauðguðu báðir hermenn- irnir henni. Þegar þeir voru farnir, safnaði Frieda saman öllum þeim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.