Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 9

Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 9
GULLIÐ — KONUNGUR MÁLMANNA 7 er undraþungt í sér, en samt er það málma mýkst og þjálast. Tek- izt hefur að hamra það í þynnur, sem nema aðeins 1/250,000 úr enskum þumlungi að þykkt. Eina únsu gulls má þenja, án þess að sundur slitni, í 56 km langan þráð. Þegar öðrum málmum er blandað saman við gull til að auka hörku þess, breytir það um lit. Silfur gefur því fölva, en kopar roða. Þannig má laða fram hin dýrleg- ustu blæbrigði svo sem grænt, appelsínugult, rúbínrautt og pur- purarautt. Á skartgripi úr gulli er grafinn gæðastimpill. Gullinnihald- ið er mælt í karötum, og tákna 24 karöt hreint gull. 18 karata hring- ur er að 18 hlutum gull og 6 hlutum íblandaður málmur. Gullsmiðir nútímans ráða ekki yfir neinni tækni, sem eigi verður með einhverju móti rakin til braut- ryðjendastarfs forfeðra og fyrir- rennara. f konungagröfunum í Úr í Mesópótamíu, einhverju hinu elzta byggða bóli, hafa fundizt djásn, og bikarar, sem mundu sóma sér vel í dýrustu skartgripabúðum nútím- ans. Og Etrúrar á Ítalíu, sem ef til vill hafa verið mestu gullsmið- ir allra tíma, hafa látið eftir sig litla skál með inngreyptum 137,000 örsmáum gullkúlum, sem mynda krónu eins og á ferskjublómi. Leyndardómur þessarar listasmíði var lengi hin mesta ráðgáta, unz honum var lokið upp aftur árið 1933. Vegna þess hve lítið fer fyrir því, er hentugt að geyma auðæfi sín í gulli. Eitt enskt rúmfet gulls mundi vega ríflega hálft tonn og vera um það bil 600,000 dollara virði. Ef allt gull, sem vitað er um ofan jarðar — það er talið um 65 millj- arða dollara virði—væri þrætt sam- an í einn klump, yrði hann á stærð við stóra hlöðu. Gull hefur verið notað í flest frá hinu hlægilega til hins háleitasta. Rússneskur keisari lék sér að gull- fló í eðlilegri stærð, er stokkið gat, sem væri hún lifandi. Hin stolta Aþena Forn-Grikkja krýndi há- borg sína Akrópólis með hárri líkn- eskju úr gulli og fílabeini af vernd- argyðju sinni Pallas-Aþenu. Gullin klæði styttunnar vógu rúmlega eitt tonn. Flest hin gullnu furðuverk fornaldarinnar eru nú horfin, en ferðalangurinn, sem skoðar forn- minjasafn Kairóborgar í Egypta- landi, getur samt enn þann dag í dag starað frá sér numinn á gimsteinum skreytta líkkistu Tútankhammons konungs. Hún er 188 cm á lengd, 1010 kg á þyngd, úr eintómu gulli, sennilega stærsti gripur úr gulli, sem um er vitað nú á dögum. PENINGAVERZLUN Það var Gyges konungur í Lýdíu í Litlu-Asíu, sem um 650 f. Kr. lét slá fyrstu gullpeningana. Þessir fornu fyrirmyndir allra peninga, einna líkastir líma-baunum í lög- un, höfðu ígreypt ljón á annarri hliðinni, en það var ímynd kon- ungsvaldsins. Fáeinir slíkir pen- ingar, sem enn eru til, eru að dómi safnara allt að því 1500 dollara virði. Þegar Kristófer Kolumbus kom til Spánar úr fyrstu ferð sinni til Aemríku, hafði hann meðferðis svo-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.