Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 40

Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 40
38 ÚRVAL sem hún ól upp. Til þess hafði hún sína sérstöku aðferð: Hún sat með kettlingana, þegar þeir gjörðust ról- færir, innanum ungana, en við höfð- um þá bæði gæsa- og hænuunga; hvort hún lagði þeim fleiri lífsregl- ur, veit ég ekki, en þessi uppeldis- háttur dugði henni vel, — eins og eftirgreint atvik sýnir: Hún hafði að vorlagi alið snotran högna, sem hlaut nafnið Glæsir, þegar hann óx upp; hann var orðinn meira en hálf- vaxinn þegar aðal ungatíminn hófst, og hún hafði þá þegar kennt hon- um sínar lífsreglur — þar með að ungar væru fagrar skepnur og frið- helgar. Við höfðum þá nokkra gæs- arunga í lítilli, færanlegri hænsna- netsgirðingu, opinni að ofan. Einn fagran og sólríkan dag lá Glæsir úti hjá girðingunni, og naut góð- viðrisins hjá þessum smávinum sín- um, þegar skyndilega sveif yfir hrafn. Hrafninn sá ungana þarna — óvarða; hann vissi að þeir væru lostæti, og renndi sér niður í ráns- hug. En honum sást yfir að þeir voru ekki alveg einir: Glæsir spratt upp og henti sér í vetfangi yfir metersháa girðinguna inn til ung- anna; var hann þá svo vígalegur, að krummi sá sér þann kost vænstan að forða sér sem skjótast! Sama vorið og Glæsir fæddist, fékk ég svartan hvolp, sem nefndur var Kjói; þeir voru sem næst jafn- gamlir, léku sér saman, og urðu aldavinir til æviloka. Einu sinni vorum við að mjólka kýrnar inni í fjósi, í rigningarveðri; Kjói kom inn og lagðist á tröðina, sem næst mér, blautur og úfinn úr hrakviðr- inu. Glæsi bar þar að, þurran og snyrtilegan að vanda, — og þótti honum sýnilega vinur sinn verr til hafður en honum sómdi, og tók að sleikja hann í ákafa. Þegar honum þótti sæmilega úr því bætt, lagðist hann upp á bakið á Kjóa og sofnaði þar. Þessi mynd af vinunum er mér minnisstæð, en því miður voru ekki tök á því að festa hann á filmu. svo ég get ekki sýnt hana öðrum. í Lundi umgekkst ég lengi hest sem Sóti hét; það var íturvaxinn klárhestur, ágætlega taminn, drátt- arhestur prýðilegur, vitur en skap- harður. Fáum dögum áður en ég kom þar, var hann fœldur svo skað- samlega, að hann beið þess aldrei bætur; af þessu leiddi mikla örðug- leika, —• en hann fékk fljótlega það traust á mér, að ég gaf notað hann áfram, með sérstakri athygli, en helzt mátti enginn annar setjá hann fyrir drátt, einan, þaðan í frá. Einu sinni setti danskur piltur, sem hjá mér var, hann fyrir léttan heysleða á túni; þetta frávik var mjög óheppilegt —• þó honum gengi gott eitt til, því þegar er hesturinn fann taugnarnar frá tómum sleð- anum, sleit hann sig af manninum, og geystist út með á, sem götur lágu, svo hratt sem hann komst. Ég var örskammt frá, og þreif annan hest, og reið svo hratt sem sá hestur dró, eftir Sóta; en hvoru- tveggja var, að sá hestur var þyngri, og að Sóti hafði forskot — svo þegar ég kom út fyrir ofan Mjóanes, var Sóti horfinn út yfir á og út í Hörsla- nes. En þar sneri hann við í stóran hring, og æddi á fullri ferð til baka, inn yfir Grímsá rétt neðan við Breiðavað, og inn Breiðavaðs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.