Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 41

Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 41
HUGSA DÝRIN? 39 bakka; stefndi hann þá all-langt framhjá mér. En þegar hann var kominn á móts við mig sá hann mig og þekkti — snarsneri, og stefndi til mín — sýnilega í leit að hjálp. En svo var skelfing hans mikil, að ekki þorði hann að stanza, en hann fór svo nærri mér að ég gat hæg- lega stokkið á hann —• og þá varð f agnaðarf undur! Einu sinni þurfti ég, um miðjan maí, að vitja manns langt út í Mela- sveit, reið fimm vetra fola, varla fulltömdum, en teymdi reiðings- hest og hnakkhest. Úti í Andakíl nam ég staðar í vel gróinni lægð til að á, ég rétti úr mér á þægilegu barði, lagði aftur augun, og hugs- aði mér að hvílast sem svaraði stundarfjórðung í næði. En rétt áð- en sú stund var liðin, vék folinn sér að mér og greip þéttjngsfast í tána á stígvélinu mínu. Ég sá ekki að hann gæti haft nokkra ástæðu til að vera óánægður með svona stutta dvöl þarna í góðviðrinu, svo þá væri varla önnur skýring fyrir hendi, en að hann vildi athuga hvers vegna ég lægi svona grafkyrr. Eitt vor var ég mánaðartíma á Stóru-Laugum í Reykjadal, að laga ýmsa muni sem fóru í gamla bæinn á Grenjaðarstað. Ég hafði bækistöð uppi á lofti, en þar var rúmt, hlýtt, bjart og nokkuð víðsýnt; m.a. sá þarna yfir tjörn út og niður frá bænum, en þar sátu daglega álftir, sem aldrei voru styggðar. Svo fór að koma vorhugur í fugl- ana, og þá fækkaðu heldur álftirnar á tjörninni; einn dag voru þær þar aðeins þrjár. Þá komu tvær álftir fljúgandi innan dalinn, og stefndu framhjá tjörninni; þegar þær voru komnár á móts við hana, frá mér að sjá, flaug önnur þeirra á raf- magnslínu og steindrap sig. Hin sneri aftur og sveif niður að hinni dauðu án þess að setjast. Hún var fljót að ganga úr skugga um að ekki þýddi að bíða makans, sneri til tjarnarinnar, og settist þar hjá hinum þremur. Svo var að sjá sem þær töluðust við nokkrar sekúndur, en þá flugu þær allar burtu. Ekki sé ég álft setjast á tjörnina oftar, þann tíma sem ég átti eftir að vera þarna, en áður voru þær þar hvern dag. Svartbakurinn er tígulegur fugl — þó lítt sé hann þokkaður af mönnunum; þá er því heldur lítið á lofti haldið, hvað hann er skyn- samur, en um það mætti margt segja, — þó ekki verði það mjög fjölyrt hér. Þess minnist ég frá Bala í Staf- neshverfi, að einu sinni sá ég um fjöru svoltallaðan Seltanga þar fyrir neðan þakinn mávum. Ég gekk þangað með byssu, en breiðan flaug upp, og ég náði þá aðeins einum — því haglafæri er takmarkað. Ég lét það þó ekki á mig fá, því ég bjóst við að þessi mikli fjöldi flygi svo til, að einhverjir þeirra kæmu síðan í færi; ég kom mér því fyrir þar sem lítið bar á mér, og beið átekta. En þá tók sig til gamall svart- bakur, og flögraði fram og til baka sjávar megin við mig •— en gætti þess að koma ekki hættulega nærri; hvenær sem einhver mávur stefndi til mín, kallaði hann sína aðvörun, og var þá hinn fljótur að venda og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.