Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 95

Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 95
HVERJIR TAKA BERLÍN? 93 mestöllum vígstöðvunum, alveg eins og Heinrici hafði óttazt að verða mundi. Hitler reis úr rekkju klukkan 11 fyrir hádegi þann 20. apríl. Þetta var 56. afmælisdagurinn hans, og allan síðari hluta dagsins var hellt yfir hann hamingjuóskum og ýms- um votti um hollustu nánustu sam- starfsmanna hans. í þeirri klíku voru meðal annars þeir Göbbels, Martin Bormann, von Ribbentrop og Speer. A eftir þeim komu svo hinir ýmsu hverfisstjórar Berlínar, og ýmsir aðstoðarmenn hans og rit- arar. Svo steig Foringinn upp úr neðanjarðarbyrginu, og eftir honum fylgdi allt liðið. Það mátti greina fallbyssugnýinn í fjarska. Og innan um rústhaugana í kanslarahallar- garðinum fór nú fram liðsskoðun. Hann skoðaði tvær litlar liðssveitir, Frundsbergliðið, sem var hluti stormsveitanna, og litla stolta liðs- sveit úr Hitleræskunni. Maður einn, sem varð vitni að þessari athöfn, skýrði frá henni síð- ar meir með eftirfarandi orðum: „Öllum brá í brún, er þeir sáu, hvernig Foringinn leit út. Hann gekk hokinn og hendur hans skulfu. En það var furðulegt, hversu mikil vilijakraftur og ósveigjanleg á- kveðni virtist samt geisla út frá þessum manni“. Hitler gekk meðfram röðum stormsveitarmannanna. Hann heils- aði þeim öllum með handabandi og sagðist vera fullviss um, að óvin- irnir yrðu sigraðir, er þeir nálguð- ust borgina meir. Heinrich Himml- er, yfirmaður stormsveitanna, fylgd- ist gerla með því, sem gerðist. Allt frá 6. apríl hafði hann átt leyni- lega fundi með Bernadotte greifa, yfirmanni sænska Rauða Krossins. Himmler hafði reynt að grennslast eftir því hjá Bernadotte, hverjir möguleikar væru á að semja sérfrið við Bandamenn. Nú gekk hann samt fram og lýsti enn á ný yfir hollustu sinni við Hitler. En hann var samt búinn að mæla sér enn einu sinni mót við Bernadotte og átti að hitta hann eftir nokkra klukkutíma. Eftir herskoðunina hófst herráðs- fundur Hitlers. Krebs hershöfðingi, yfirmaður herráðsins, útskýrði á- standið fyrir fundarmönnum, þótt þeim væri það öllum kunnugt. Hann sagði, að Berlín yrði umkringd inn- an nokkurra daga, ef ekki innan nokkurra klukkustunda. Herráð- gjafar Hitlers gerðu sér Ijósa grein fyrir einu atriði: Foringinn og helztu stjórnardeildirnar yrðu tafarlaust að yfirgefa borgina. Heinrici hafði þeg- ar beðið Krebs að gera allt, sem í hans valdi stæði, til þess að fá Hitl- er til þess að yfirgefa Berlín. Hitler neitaði að viðurkenna, að ástandið væri svona alvarlegt. En hann lét undan, hvað eitt atriði snerti. Ef herir Bandaríkjamanna og Rússa næðu saman við Elbe, skyldi Dönitz aðmíráll taka að sér stjórn norðurhluta ríkisins, en suðurhlut- anum skyldi að öllum líkindum stjórnað að Kesselring marskálki. Og ýmsum stjórnardeildum var nú veitt leyfi til þess að flytja starf- semi sína frá Berlín. Hitler skýrði ekki frá eigin áætl- unum sínum. En a.m.k. þrír sam- starfsmenn hans í neðanjarðarbyrg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.