Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 119

Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 119
HVERJIR TAKA BERLÍN? 117 lausum. Einn hermaður reyndi að nauðga Lenu, eldabuskunni frá Úkraniu. Þegar Cunigundis abbadís reyndi að skakka leikinn, varð Rúss- inn svo reiður, að hann dró upp skammbyssu sína og skaut á abba- dísina. Til allrar hamingju var hann of drukkinn til þess að geta miðað rétt. Aðrir hermenn fóru inn á fæð- ingardeildirnar og þrátt fyrir það að nunnurnar reyndu að aftra þeim, nauðguðu þeir hvað eftir annað þunguðum konum og konum, sem voru nýbúnar að fæða. Um þetta sagði ein nunnan síðar: „Óp kvenn- anna heyrðust stöðugt jafnt að degi sem nóttu“. Meðal kvenna þeirra, sem nauðgað var, voru sjötug gam- almenni og litlar telpur, 12 ára gaml- ar og jafnvel 10 ára. Abbadísin hafði ekkert bolmagn til þess að koma í veg fyrir slíkt ofþeldi. Hún var varnaralaus. En hún kallaði saman nunnurnar og hinar konurnar í húsinu og endur- tók orð þau, sem Faðir Happich hafði viðhaft: „Minnizt þess, að þið krýnizt kórónu píslarvættisins sé líkami ykkar er snertur, ef slikt er gegn vilja ykkar“. Og svo bætti hún við: „Og það er einnig um hjálp að ræða. Það er hjálp Okkar Blessaða Lávarðar. Óttizt eigi“. Það var eng- in önnur huggun, sem hún gat gefið þeim. „Foringinn er dáinn“. Lífið í neðanjarðarbyrgi foringj- ans hafði fengið á sig einhvern ó- raunveruleikablæ. Allt einkenndist nú af algeru tilgangsleysi. Gertrud Junge, sem var einn af riturum Hitlers, minntist þeirra daga með eftirfarandi orðum: „Þeir, sem eft- ir urðu, bjuggust alltaf við einhvers konar ákvörðun, en ekkert gerðist. Kort lágu útbreidd um öll borð, allar hurðir voru opnar, enginn gat sofið lengur, enginn vissi lengur, hvaða mánaðardagur var. Hitler gat ekki þolað að vera einn. Hann var á sífelldu rölti á milli herbergjanna og var alltaf að tala við þá, sem eftir voru“. Enginn virtist vera í vafa um það lengur, að Hitler ætlaði sér að fremja sjálfsmorð. Hann talaði oft um það. Allir virtust Hka vita, að þau Magda og Joseph Göbbels ætl- uðu líka að svifta sig lífi og einnig öll börnin sín sex .. . Hin einu, sem virtust ekki vita það, voru börnin sjálf. Þau léku sér og sungu fyrir „Adolf frænda", og þau sögðu Er- win Jakubek, þjóninum í neðan- jarðarbyrginu, að þau ætluðu í langa flugferð í burt frá Berlín. Sú elzta, sem hét Helga, sagði: „Við fáum sprautu, svo að við verðum ekki flugveik". Eva Braun, ástmær Hitlers, ætl- aði sér að nota eitur. Hún sýndi mönnum cyanidehylki og sagði: „Þetta er svo einfalt. Maður bítur bara í þetta, og svo er öllu lokið“. En dr. Ludwig Stumpfegger, einn af læknum Hitlers, spurði þá: „Hvernig vitið þér, að það er raun- verulega eitur í hylkinu"? Við þessa spurningu varð öllum viðstöddum hverft við. Hundi Hitlers, sem. gekk undir nafninu Blondi, var þá gef- ið inn eitt af hylkjunum í hvelli. Og dýrið dó samstundis. Hitler var það nú augsýnilega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.