Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 97

Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 97
HVERJIR TAKA BERLÍN? 95 voru 12.000 talsins. Deans hafði gengið frá öllum ráðstöfunum þar að lútandi. Hann hafði jafnvel talið Ossmann ofursta á að leyfa nokkr- um flugmönnum að fara til bæki- stöðva Alþjóða Rauða Krossins í Lúbeck til þess að aka hlöðnum vörubílum þaðan, svo að hægt væri að flýta fyrir dreifingu matarpakk- anna. „Áhrifin, sem pakkarnir höfðu á baráttuþrek okkar, voru alveg furðuieg", sagði Calton Younger lið- þjálfi, „og við vorum enn sannfærð- ari um það en nokkru sinni áður, að Deans væri sannkallaður dýrling- ur“. Nú hjólaði Deans á milli fylking- anna á hjólgarminum sínum og sá um, að hver maður fengi sinn skammt. Fangarnir höfðu mest- megnis lifað á hráu grænmeti um langan tíma og voru því í hálfgerðu svelti. Hann varaði þá nú við því að borða of mikið, heldur skyldu þeir „treina sér birgðirnar eftir mætti, vegna þess að við vitum aldrei, upp á hverju Þjóðverjarnir geta tekið, þegar við erum annars vegar“. En þrátt fyrir þessa aðvör- un, þá átu flestir fangarnir „eins og þetta væri þeirra síðasta máltíð“, eftir því er Deans fékk bezt séð. Þeir urðu nú varir við brezkar flugvélar. Flugmenn þeirra virtust skyndilega hafa komið auga á fylk- ingarnar. Þetta voru 9 „Typhoon" orrustuflugvélar. Þær hringsóluðu þarna uppi yfir þeim, og svo steyptu þær sér. Einhver hrópaði: „Guð minn góður! Þeir ætla að ráðast á okkur“! Fangarnir þutu í ofboði í allar áttir. Sumir reyndu að halda á lofti mislitum taubútum, sem þeim höfðu verið fengnir í auðkenningar- skyni, ef slíkar aðstæður kynnu ein- hvern tíma að skapast. Aðrir köst- uðu sér niður í skurði, leituðu sér skjóls í hlöðum eða flúðu inn í sjálf- an bæinn. En margir voru of seinir að leita sér skjóls. Orrustuflugvélarnar steyptu sér niður að þeim hver af annarri. Flug- mennirnir vörpuðu sprengjum að þeim. Sumir fangarnir hrópuðu: „Við erum félagar ykkar! Við erum félagar ykar“!! Átta af flugvélun- um tóku þátt í árásinni. Kannske hefur flugmaður þeirrar níundu gert sér grein fyrir mistökunum, því að ein flugvélin hækkaði flugið skyndilega að nýju. Þessu var öllu lokið á nokkrum mínútum. 60 fang- ar lágu eftir í valnum. Fjöldi ann- arra var særður, og sumir dóu síð- ar af sárum sínum í þýzkum sjúkra- húsum. Deans fylltist örvæntingu, er hann gekk eftir vegunum og virti fyrir sér líkin. Hann skipaði strax fyrir um, að fara skyldi fram skoðun á hinum látnu, svo að hægi væri að ákvarða nákvæmlega, hverjir þeir væru, síðan skyldu þeir grafnir, en hinir særðu fluttir í skyndi til næstu sjúkrahúsa. Hann hjólaði í hvelli til bráðabirgðabækistöðva Oss- manns ofursta. í þetta skipti við- hafði Deans ekki neina hernaðar- lega kurteisissiði. „Ossmann", hrópaði hann, „ég vil, að þér gefið út vegabréf handa mér, sem geri mér kleift að komast til brezku hersveitanna". Ossmann starði furðu lostinn á Deans. „Slíkt gæti ég alls ekki gert, herra Deans“, svaraði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.