Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 92

Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 92
90 ÚRVAL Mogg liðsforingi, sem gekk hnar- reistur við hlið Deans. Hin myrka örlagatónlist. Klaustrið og fæðingarheimilið Haus Dahlem í Wilmersdorfhverf- inu í Berlín var að vísu nokkurs konar eyja í sinni trúarlegu ein- angrun, en samt gat Cunigundis abbadís aflað sér frétta eftir ýms- um leiðum. Blaðamannafélag Dahl- ems hafði aðsetur sitt í húsi von Ribbentrops untanríkisráðherra, sem stóð beint á móti klaustrinu. Þar hafði öllu verið lokað og læst kvöldið á undan. Og þegar vinir hennar meðal blaðamanna komu til þess að kveðja hana, frétti hún, að endalokin væru að nálgast. Hin hugrakka og ákveðna abba- dís vonaði, að hinir væntanlegu bar- dagar í borginni stæðu ekki lengi. Flugvél úr liði Bandamanna hafði hrapað til jarðar í aldingarðinum hennar, og þakið hafði lyfzt af klaustrinu fyrir nokkrum dögum. Hættan var orðin helzt til nálæg. Að hennar áliti var löngu kominn tími til þes, að þessu heimskulega og hryllilega stríði lyki. En hún þurfti að annast meira en 200 manns: 107 nýfædd börn, 32 mæður og 60 nunnur og vinnusystur. Abbadísin var raunsæ í eðli sínu og hafði því látið hjúkrunarnema sína breyta borðsalnum og dagstof- unum í slysavarðstofur. Kjallarinn hafði verið hólfaður sundur í barna- stofur og litlar sængurkvennastofur, og hún hafði séð svo um, að múrað væri að utanverðu upp í alla glugga kjallarans og sandpokum hlaðið að þeim. Hún var undir það búin að taka því, sem koma skyldi. að svo miklu leyti sem henni var unnt að reyna að verja sig og sína skakka- föllum. En abbadísin var samt hjálp- arvana, hvað eitt snerti. Hún vissi ekki sitt rjúkandi ráð í því efni, vissi alls ekki, hvað til bragðs skyldi taki. Hún var sem sé haldin sama kvíða og skriftafaðir hennar, Faðir Bernhard Happich. Hún óttaðist að hernámsliðið mundi beita konurnar undir handarjaðri hennar ofbeldi. Trumbuslögin voru vart greinan- leg. Lúðrarnir svöruðu lágt og blíð- lega. Síðan óx krafturinn, og hinir yfirþyrmandi, dýrðlegu tónar „Ragnaraka" Wagners flæddu frá hlj óðfærum Fílharmoníuhlj ómsveit- ar Berlínar. Það virtist hvíla sami myrki sorg- arblærinn yfir hini myrkvuðu Beet- hovenhljómleikahöll og tónlistinni, sem þar ómaði nú. Einu ljósin í saln- um voru týrurnar við nótnagrind- ur tónlistarmannanna. Það var kalt í hljómleikahöllinni, og fólkið sat þarna í yfirhöfnum sínum. Fram- kvæmdastjóri hljómsveitarinnar, dr. Gerhart von Westerman, sat þar í stúku með eiginkonu sinni og bróð- ur. Og Albert Speer innanríkisráð- herra sat þarna líka í sínu venjulega sæti. Speer hafði loksins hætt við á- ætlun sína um að ráða Foringjann af dögum, en hann hafði vart um annað hugsað mánuðum saman. „Hitler hefur alltaf borið traust til mín“, sagði hann við Heinrici dag- inn áður. „Því er nú einhvern veginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.