Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 39

Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 39
HUGSA DÝRIN? 37 svo kettlinga sína, í gistivist. Þegar frá leið, var farið að spyrjast fyrir um hvaðan kisa væri; vitnaðist að hún var þar neðar af byggðinni. Eigandinn kærði sig ekkert um að fá hana aftur — því hann hafði einmitt verið að ráðgera að lóga henni áður en hún yrði léttari. En kisa beið ekki framkvæmda; hún lagði út í fulla óvissu, og inn- sæi hennar vísaði henni þangað sem hennar var þörf; hún hafði aldrei vistaskipti framar, en var í miklum metum. Þetta er ekkert einsdæmi þess, að heimilissæknar skepnur hrökklist heiman, þegar ráðgert er, í þeirra áheyrn, að taka þær af lífi. Væri betur að gott fólk festi það sér í minni. Vorið 1931 fluttist ég að Lundi í Lundareykjadal; þar var þá kisa sem ekki veiddi annað, svo kunnugt væri, en hænu-unga. Þar sem það þótti miður þörf iðja, varð hún ekki ellidauð. Eftir hana var fenginn kettlingur frá Háafelli í Skorradal —- en þar sem litla kisa var mjög ung, var móðir hennar send með henni, og var ætlazt til þess að láta þá gömlu hverfa, þegar sú litla stálpaðist og vendist umhverfinu. Voru þær mæðgur bornar í poka yfir allbrattann háls, Grímsá, og þveran dal, svo ólíklegt er að þær hafi átt gott með að fylgjast með leið eða stefnu. Heimilishundur var í Lundi, sem hataðist við ókunnuga ketti; hann tók svo illa á móti þeim mæðgum, að þær hrökkluðust af bænum. Liðu svo nærri þrír sólarhringar, þar til drengir á bænum sögðu mér að þeir hefðu orðið varir við kettlinginn í hlöðu með nokkru heyi. Ég brá skjótt við, og létti ekki fyrr en ég náði litlu kisu •— þó hún væri hrædd og stygg; ég bar hana inn og hjúkr- aði henni eftir föngum, sem ekki var vanþörf, því hún var svöng, köld og sjúk, — svo að hún missti röddina ævilangt. Samt hresstist hún vel þegar frá leið — en hún gleymdi því aldrei, að ég hjálpaði henni þegar henni leið illa, og var mér trygg til ævi- loka. Hún var alltaf eignuð mér. Móður hennar sá ég aldrei framar, og bjóst við að lítið þýddi að leita hennar, því hún hafði löngum legið úti á sumrum. En kisa mín gleymdi því ekki heldur, að hundurinn hafði sýnt henni ójöfnuð í byrjun, og var alla ævi grimm við hann. Hann fylgdi mér vel — en vissara var fyrir hann að koma ekki of nærri, þegar hún hafði hreiðrað um sig á hnján- um á mér, ef hann átti að sleppa með heilu skinni. Af móður hennar er annars að segja, að þó eng- inn sæi hana, svo vitað væri, allt sumarið, þá var hún svo fljótt sem fyrsta ísskæni kom á Grímsá um haustið sem haldið gat ketti, komin heim í Háafell. Fyrir þetta afrek fékk hún að lifa svo árum skipti — og njóta sumar-frelsis í skóg- inum. Kisa mín dafnaði vel, og varð vel metin á heimilinu, og hæg og fáskiptin hversdagslega, mikil veiði- kló í sinni grein — en aldrei var vitað til að hún grandaði fugli. Og það sem meira var: Hún kenndi þessa lífsreglu öllum kettlingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.