Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 29

Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 29
JAMES JOYCE 27 ce og skömmu seinna tókst honum að fá smásagnasafnið gefið út. Með útkomu The Dubliners var Joyce kominn í fremstu röð brezkra rit- höfunda, enda þótt ekki seldust nema 259 eintök af bókinni fyrsta árið. A Portrait var jafnvel enn betur tekið ,en það markaði þátta- skil í rithöfundaferli Joyces. Allt frá árinu 1907 hafði hann verið að hugleiða efnið í Ulysses, en það var ekki fyrr en sumarið 1914, þegar stríðið hafði breiðzt út, að hann fór að skrifa bókina. Joyce fluttist með fjölskyldu sína frá Trieste til Zurich 1915 og dvald- ist þar í borg til 1920, en þá settist hann að í París og dvaldi þar til dauðadags. Það var ennþá erfiðara að fá Ulysses gefinn út en fyrri bæk- urnar, því að samkvæmt lagabók- stafnum voru heilir kaflar verksins svo klúrir, að þeir voru ekki prent- hæfir. Ameríska bókmenntatímarit- ið The IÁttle Review birti þó kafla úr bókinni á árunum 1918—20, en það ár var útgáfa þess bönnuð vegna efnisins úr Ulysses. Það var ó- hugsandi að gefa bókina út í Eng- landi vegna hinna ströngu laga- fyrirmæla. Hún kom loks út í París árið 1922. Auk fátæktarinnar, sem stöðugt hrjáði Joyce, hafði hann verið heilsulítill hin síðari ár. Hann var mjög augnveikur, og snemma á ár- inu 1920 kom í ljós, að hann var með glákomblindu, og átti því á hættu að missa sjónina. Hinn 20. marz 1920 byrjaði hann að semja nýja bók, Finnegans Wake, sem hann hafði í smíðum í níu ár. Bókin var birt í köflum undir ýms- um titlum meðan á samningu henn- ar stóð og kom ekki út í heilu lagi fyrr en 1939. Þessi bók var síðasta verk Joy- ces. Fátækt, veikindi og erfiðleik- arnir á útgáfu verka hans í Eng- landi og Bandaríkjunum vörpuðu skugga á líf hans og töfðu fyrir þeirri viðurkenningu, sem hann átti skilið. Þó var svo komið þegar hann lézt árið 1941, að hann átti sér hóp aðdáenda, sem litu á hann sem meistara sinn, en einnig harð- snúna andstæðinga, og er svo enn í dag. T.S. Elliot sagði eitt sinn um Joyce, að hann væri mesti meistari enskrar tungu frá því að Milton leið. Ekki er víst að allir séu á sama máli um þetta, en hinu verður ekki neitað, að það er sama meistara- handbragðið á smásögum Joyces og skáldsögum hans. A Portrait ruddi brautina fyrir Ulysses, en í þeirri bók beitti Joy- ce þeirri tækni sinni að láta „straum vitundarlífsins" segja söguna, eins og áður getur. Ulysses er frásögn af einum degi í lífi þriggja Dublinbúa — Stefáns Dedalus, Leopolds Bloom og konu hans Molly. Eins og titillinn ber með sér er verkið hugsað sem eins- konar hliðstæða við Odysseifskviðu Hómers, enda þótt á köflum sé erfitt að greina að svo sé. Bók- inni er skipt í átján þætti, sem hver um sig er skrifaður með sérstakri aðferð, en verkið er þó allt einn samfelld heild. Straumi samheng- islausra hugsana og tilfinninga að-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.