Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 11

Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 11
GIJLLIÐ — KONUNGUR MÁLMANNA 9 ígreyptum framleiðslunúmerum, sem auðkenna þær síðan, eru flutt- ar úr verksmiðjunum í brynvörð- um bifreiðum. Eftir það getur sitt hvað skeð. Þótt flestar stanganna rati rétta boðleið, lendir að jafnaði ein af hverjum átta á villigötum. Svartamarkaður, sem teygir anga sína kringum hnöttinn, með höfuð- stöðvar í framandlegum borgum, svo sem Beirut, Dakar, Hong Kong og Bombay, gleypir geysimikið af gulli. Þetta er engin furða, þegar þess er gætt, að hver únsa gulls, metin „opinberlega“ á 35 dollara, selst fyrir 80 á frjálsum markaði og þúsund dollara gróði lendir í vasa hvers þess, sem tekst að kom- ast yfir landamærin með gullstöng á stærð við súkkulaðiræmu í fór- um sínum. ÚRLAUSN GULLGERÐAR- MANNSINS Þó að engin þjóð noti gull sem lögeyri nú á dögum, er samt sums staðar slegið gull til þess að full- nægja hinni geysilegu eftirspurn eftir gullmynt. Stóra-Bretland verpir glóandi gullpundum, sem seljast með feiknahagnaði á sölu- torgum Austurlanda. Amerískir tuttugudalapeningar eru nú slegnir á Ítalíu úr lítið eitt hreinna gulli en upprunalegu peningarnir af því tagi. Þeir eru seldir amerísku ferða- fólki á 45 dollara stykkið. Kaupin eru í senn ólögleg og ekki góð, þar sem eiginlegt gullverð slíks pen- ings nemur aðeins 34 dollurum. Hinir forsjálu Frakkar, sem sam- kvæmt frönskum lögum mega kaupa gull í hvaða banka sem er og telja líka gullpeninga beztu tryggingu gegn hvers kyns áföll- um, hamstra nú um fjórðung af þeim 15 milljörðum dollara gulls, sem nú teljast í einkaeign í heimin- um, í klæðaskápum sínum, köku- baukum og rúmdýnum. Öldum saman héldu vísindamenn því fram, að hægt mundi að búa til gull úr öðrum efnum. Vandinn væri að finna aðferðina til þess. Hempuklæddir, skeggjaðir gull- gerðarmenn sátu í hitasvækju í daunillum tilraunastofum og reyndu að finna „stein vitringanna11, sem átti að geta breytt ódýrum málm- um í gull. Nú á dögum, þegar kjarnakljúfar hafa leyst deiglurn- ar af hólmi, getum vér náð árangri á þessu sviði með því að kljúfa frumeindir. Ekki er þó hægt að mæla með því sem tómstundaiðju. Eðlisfræðingurinn yrði að byrja með blýi eða platínu, og á endanum sæti hann uppi með gullkorn á stærð við títuprjónshaus, sem hefði kostað hann jafnmikið og nokkur tonn af náttúrlegu gulli. Samt mundi það teljast ósvikið gull, gert af manna höndum, árangur margra alda viðleitni mannsandans. Þótt gnægð gulls sé enn að finna í þeim námum, sem nú þekkjast, fullyrða jarðfræðingar, að fram- tíðin muni ekki fela mikla gull- fundi í skauti sér. Svo mjög sem gulls hefur verið leitað um dagana um allar jarðir, telja þeir ólíklegt, að mönnum hafi sézt yfir miklar námur af því tagi. En hvort sem gullframleiðslan vex eða minnk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.