Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 104

Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 104
102 ÚRVAL hestanna blönduðust nú ópum og köllum karla og kvenna. Augnabliki síðar brutust nokkrir hestar út úr vítislogunum og æddu niður eftir götunni með tagl og fax í ljósum loga. Þessi miskunnarlausa stórskota- hríð átti engan sinn líka. Hún virt- ist handahófskennd, og á henni var ekki nokkurt lát, heldur virtist hún vaxa dag frá degi. Alltaf jókst há- vaðinn. Flestir dvöldust nú lengst- um í kjöllurum, loftvarnabyrgjum, öðrum neðanjarðarbyrgjum og neð- anjarðarstöðvum. Fólkið vissi ekki lengur, hvað tímanum leið. Berlínarbúar þeir, sem höfðu hald- ið dagbók reglulega allt fram til 21. apríl rugluðust nú í ríminu og gátu ekki lengur fylgzt með mánaðar- dögunum. Margir skrifuðu í dag- bækur sínar að Rússar hefði náð inn í miðbik borgarinnar þann 21. eða 22. apríl, þegar Rauði Herinn var enn í úthverfunum. Þessi ótti við Rússa magnaðist oft vegna ým- iss konar vitneskju Þjóðverja, er virtust kveikja hjá þeim sektar- kennd. Að minnsta kosti sumir Þjóðverjar vissu, hvernig þýzkir hermenn höfðu hegðað sér í Sovét- ríkjunum, og sumir vissu einnig um hin hræðilegu, leyndu níðingsverk, sem framin höfðu verið í fangabúð- unum. Og þegar Rússar nálguðust nú, grúfðist yfir Berlín ofsalegur ótti, líkastur martröð, ofsalegri ótti en grúfað hafði yfir nokkurri borg, síðan Karþagó var jöfnuð við jörðu. Vitfirring'. í neðanjarðarbyrgi Foringjans byrjaði herráðsfundurinn klukkan 3 e.h. að venju þann 22. apríl. Slíkur og þvílíkur fundur hafði örugglega aldrei nokkurn tíma verið haldinn áður. Hitler jós trylltu og taumlausu skammaflóði yfir hershöfðingja sína og ráðgjafa, heri sína og þýzku þjóð- ina alla og úthúðaði öllum þessum aðilum á alla lund. Hann sagði, að nú væru endalokin komin og allt væri að gliðna í sundur. Hann sagð- ist ekki geta haldið áfram lengur, en hann hefði samt ákveðið að verða kyrr í Berlín. Hann ætlaði sjálfur að taka að sér varnir borgarinnar . . og svo ætlaði hann að skjóta sig á síðasta augnabliki. Allir þeir, sem á fundinum voru, reyndu að sannfæra foringjann, sem virtist nú næstum viti sínu fjær, og telja honum trú um, að ekki væri enn úti um alla von. Þeir sögðu, að hann yrði að halda áfram að stjórna ríkinu og því yrði hann að yfirgefa Berlín, því að það væri ómögulegt að stjórna ríkinu frá Berlín lengur. En maður sá, sem hafði stjórnað þeirri veröld, sem þeir hrærðust í, vísaði nú öllum ráðum og vísbend- ingum á bug á ruddalegan hátt. Hitler sagðist ætla að vera kyrr í Berlín. Hinir gætu svo farið hvert á land sem þeir vildu. Keitel marskálkur, yfirmaður her- foringjaráðs Hitlers, fór fram á að fá að tala við Hitler í einrúmi, og hinir fundarmennirnir gengu því út úr herberginu. Hann sagði Hitler, að hann áliti, að það væri aðeins um tvo möguleika að ræða, „annað hvort að bjóðast til þess að gefast upp, áður en Berlín yrði að orrustuvelli, eða að fljúga til Berchtesgaden og hefja þar tafarlaust umleitanir um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.