Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 57

Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 57
FRAMFARIR í LÆKNAVÍSINDUM 55 stöður rannsóknar þar sem slíkri lækningu var beitt gegn 12 sjúkling- um, og álíta læknarnir, að árangur sé „mjög góður“. „Tapparnir“ myndast vegna kölk- unar slagæðanna, en kölkunin myndast af cholesteroli og öðrum fituefnum, sem hlaðast innan á æða- veggina. Hingað til hefur lækning- in oft verið fólgin í því að hinn kalk- aði hluti æðarinnar hefur verið numinn burt og æðabútur græddur á í staðinn. Samkvæmt skoðun dr. Sol Sobel, þá getur það oft reynzt skjótvirk- ara að senda koltvísýrngsstraum inn í hinn sýkta æðahluta, og þar að auki getur oft verið um fullkomn- ari lækningu að ræða, að hans áliti. Einnig leggur hann á það áherzlu, að ekki sé um eins mikla aðgerð að ræða, þannig að hún hafi ekki sál- ræn eftirköst í sama mæli og skurð- aðgerðir geta haft. Húðútbrot má oft rekja til tilfinn- ingalífs, sem er í uppnámi. Læknir einn ráðleggur starfs- bræðrum sínum að hafa það i huga, að húðútbrot megi oft rekja til til- finningalífs, sem er í uppnámi, fremur en til líkamlegra orsaka. Hann bendir á, að eftirfarandi ein- kenni í fari sjúklingsins, geti bent til, að svo sé: Ef sjúklingurinn klæðir sig með óskaplegri hægð, er mjög svifaseinn og gengur vandlega frá hverri flík, og lætur lækninn bíða. Ef sjúklingurinn leggur skóna sína á skoðunarborðið. Ef sjúklingurinn hristir sokkana sína og sléttar þá og brýtur þá sam- an. Ef sjúklingurinn samkjaftar varla. Ef sjúklingurinn er fullvaxta son- ur, sem kemur til skoðunarinnar með móður sinni, sem víkur svo ekki hársbreidd frá honum, meðan á skoðuninni stendur! Ef sjúklingurinn segist hafa leit- að til allra mögulegra lækna og er sem sagt að veita lækninum síðasta „sögulega tækifærið" til þess að lækna hann. Um þetta segir dr. Morris W. Waisman við Miamiháskólann enn fremur: „Það mætti semja næstum endalausan lista yfir sérkenni og sönnunargögn þau, sem einkenna sjúkling, sem á við að stríða vanda- mál tilfinningalegs eðlis. Vissulega má nefna sem sígilt dæmi sjúkling þann, sem tekur upp blað og !es upp ýtarlega lýsingu á öllum þeim kvillum, sem hrjá hann, lið fyrir lið, rólega og vandlega“. Dr. Waisman bætir því við, að yf- irleitt sé erfitt að komast inn úr þeirri andlegu brynju, sem sjúkling- urinn hefur brynjazt vegna þess eins að hann vill, að húðútbrotin séu af líkamlegum orsökum. Ráðningarstjórinn við umsækjandann: „Ég get ekki lofað yður stöð- unni, en rafeindaheilinn virðist vera hlynntur yður.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.