Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 109

Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 109
HVERJIR TAKA BERLÍN? 107 þar átekta, tók hann eftir því, að hestarnir voru allir horfnir, en kýrn- ar voru þarna ennþá. Sovézkur liðs- foringi, sem talaði prýðilega þýzku, skipaði starfsfólkinu að taka til starfa að nýju. Það átti að hirða kýrnar og mjólka þær, sagði hann. Poganowska gat varla trúað eig- in eyrum né augum. Hann hafði búizt við miklu verri meðferð. Þegar Marianne Bombach kom upp úr kjallara húss síns í Wilmers- dorf, brá henni heldur betur í brún. Beint fyrir utan bakdyrnar hjá henni voru rússneskir hermenn bún- ir að koma sér upp hereldhúsi. Her- mennirnir voru að gefa börnunum úr nágrenninu mat og sælgæti. Oll framkoma þeirra hafði mikil áhrif á Marianne. Þeir höfðu hvolft nokkrum ferhyrndum ruslatunnum og notuðu þær fyrir borð. Yfir hverja var breiddur borðdúkur, og voru dúkarnir sýnilega úr húsunum þarna í nágrenninu. Rússarnir virt- ust láta sem þeir sæju ekki hina þýzku íbúa, að undanskildum börn- unum, eins og áður var sagt. Þeir héldu þarna kyrru fyrir í nokkrar klukkustundir og héldu svo áfram. Flestir Þjóðverjar voru steinhissa á aga og regusemi fyrstu rússnesku hersveitanna. Hans Miede tók eftir því, að sovézkir hermenn „virtust forðast að skjóta inn í hús, nema þeir væru vissir um, að þýzkir her- menn leyndust þar“. Ilse Antz var sofandi heima í íbúð sinni í Wilm- ersdorf, þegar fyrsti Rússinn kom þangað inn. Hún hafði alltaf trúað því, að Berlínarbúum „myndi verða varpað fyrir Rússana eins og fóðri fyrir dýr“. Nú vaknaði hún og starði skelfingu lostin á Rússann. En ungi, dökkhærði hermaðurinn brosti bara til hennar og sagði á lélegri þýzku: „Hvers vegna hrædd? Ailt í lagi núna. Fara að sofa“. Einn hópur Berlínarbúa varð þó ekki skelfingu ldstinn við komu Rússanna. Það voru þeir Gyðingar, sem enn leyndust þar. Þeir höfðu búið of lengi við ótta og skelfingu til slíks. Og nú komu þeir út úr fyígsnum sínum, jafnóðum og Rúss- ar tóku hvert hverfið af öðru. Joa- chim Lipschitz kom upp úr kjall- ara Krúgerfjölskyldunnar í Karls- horst og gekk á fund rússneskra hermanna. Hann ávarpaði þá á þeirri viðvaningslegu og ófullkomnu rússnesku, sem hann hafði lært hjálparlaust, meðan á hinni löngu kjalla.ravist hans stóð. Hann reyndi að tjá þeim þakklæti sitt fyrir frels- unina. En honum til mikillar undr- unar tóku Rússarnir að skellihlæja. Þeir slógu á axlir honum og sögðu, að þeir væru líka ánægðir yfir að hafa frelsað hann, en að hann tal- aði alveg hræðilega rússnesku. Joachim lét sig það engu skipta. Hinni löngu bið. var nú lokið, hvað hann sjálfan og Eleanore Krúger unnustu hans snerti. Þau yrðu fyrstu hjónaefnin, sem ganga mundu í hjónaband, þegar orrustunni lyki. Strax og þau fengju vígsluvottorð sitt, mundi það tákna „okkar eigin persónulega sigur yfir nazistum“, eins og Eleanore komst að orði. „Við höfðum unnið“, sagði hún, „og ekk- rt gat grandað okkur framar". Hafi Cunigundis abbadís fundið til einhvers ótta, birtist hann að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.