Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 122

Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 122
120 ÚRVAL hafði móttekið þessa orðsendingu, gaf hann tafarlaust út skipun um, að skothríðinni skydi hætt. Síðar sama morgun var tilkynnt í kraft- miklum hátölurum um gervalla borgina, að bardögunum væri lok- ið. Að vísu hélt áfram skothríð á stangli hér og þar dögum saman, en samt var orrustunni um Berlín nú opinberlega lokið, og fólk, sem hætti sér út á Köningsplatz þennan morgun, sá rauða fánann blakta yf- ir Ríkisþinghúsinu. Rússarnir vissu að vísu, að For- ingjabyrgið var einhvers staðar und- ir Ríkiskanslarahöllinni, en samt tók það þá nokkra klukkutíma að finna það. Þegar þeir komust loks niður í það, fundu þeir fyrst lík þeirra Burgdorf hershöfðingja, sem hafði verið náinn aðstoðarmaður Hitlers, og Krebs hershöfðingja. Þeir sátu enn við borð á breiðum ganginum, sem hafði einnig verið notaður sem setustofa. Á borðinu var allt fullt af glösum og flöskum í megnustu óreiðu. Þeir höfðu báðir skotið sig. Boris Polevoi majór, sem var í ein- um fyrsta leitarflokknum, sem fór niður í byrgið, rakst svo á lík Göbb- els og fjölskyldu hans. Hópur sérstakra sérfræðinga, sem þátt tók í leitinni, fann leifarnar af líki Hitlers næstum tafarlaust, huldar þunnu jarðvegslagi. Telpu- chovskii hershöfðingi, sem er rússneskur sagnfræðingur, var viss um, að þar væri um að ræða lík Foringjans. „Líkið var illa brunnið“, sagði hann. „En höfuðið var að mestu í heilu lagi, þótt kúlan hefði molað það. Tennurnar höfðu losnað og lágu við hliðina á höfðinu. Skömmu síðar urðu menn ekki eins vissir í sinni sök. Tvö önnur lík, sem báru ýmis svipeinkenni Hitlers, fundust einnig. Þegar starfs- fólk Hitlers var beðið um að skoða líkin og segja til um, hvort þau væru af Hitler eða ekki, vildi það annaðhvort ekki segja til um það eða var ekki fært um að gera það. Nokkrum dögum síðar skipaði Soko- lovskii hershöfðingi svo fyrir, að tennur líkanna skyldu skoðaðar og bornar saman við tannkort Hitlers. Hafin var leit að þeim Káthe Heus- ermann og Fritz Echtmann, sem höfðu bæði unnið fyrir Blashcke, tannlækni Hitlers, og fundust þau. Káthe var sýndur allur neðri kjálkinn og tannbrýr úr líki því, sem hafði fundizt rétt við inngang byrgisins og var álitið vera af Hitl- er, og kannaðist hún strax við hvort tveggja og sagðist vera viss um, að þar væri um lík Hitlers að ræða. Það var auðvelt að þekkja viðgerð- irnar, sem þau Káthe Heusermann og Blaschke höfðu framkvæmt fyr- ir nokkrum mánuðum. Það virðist hafa verið afleiðingar af þessari skoðun hennar, að hún varð að eyða næstu 11 árum ævi sinnar í sovézku fangelsi, mestallan tímann í einangruðum einmenningsklefa. Hvað varð svo um leifarnar af líki Hitlers? Rússar segjast hafa brennt þær rétt utan við Berlín, en þeir vilja ekki segja, hvar brennslan fór fram. Þeir segjast aldrei hafa fundið leifarnar af líki Evu Braun og halda því fram, að það hljóti að hafa eyðzt algerlega í eldinum og að þekkjanlegir hlutar þess hljóti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.