Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 27

Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 27
JAMES JOYCE 25 skoðunar, að ef hægt væri að skrá allar hugsanir eins manns í einn dag eins og þær kæmu fyrst upp í huga hans, mundi athugun á niður- stöðunni gefa til kynna þá huldu starfsemi, sem stjórnaði athöfnum manna. Hann gerði þessa tilraun í sérstæðri bók, Ulysses, sem kom út á árunum 1918—22. Ulysses er ekki aðeins eitt sér- kennilegasta rit enskra bókmennta- heldur á það vart sinn líka í öllum heimsbókmenntunum. Verkið, verð- ur að teljast velheppnað frá bók- menntalegu sjónarmiði og ná þeim tilgangi, sem til var ætlazt á því sviði. Hinsvegar eru skiptar skoð- anir um það, hvort Jayce hafi tek- izt með bók sinni að svipta hul- unni af leyndardómum mannshug- arins. Enda þótt frægð Joyces bygg- ist einkum á þessari bók hans, skrifaði hann margt annað athyglis- vert. James Joyce fæddist í Dublin á frlandi 2. febrúar 1882 og var elztur tíu systkyna. Foreldrar hans voru John Joyce og Mary Murray. f skáldsögunni, A Portrait oj the Artist as a Young Man, sem er hálfgerð sjálfsævisaga höfundarins, lýsir söguhetjan Stefán Dedalus, (Joyce) föður sínum sem „lækna- stúdent, róðrarkappa, tenórsöngv- ara, leikara, pólitískum æsinga- manni, drykkjumanni, skattheimtu- manni, bruggara, gjaldþrota heið- ursmanni og manni, sem kunni að segja sögur og var stoltur of for- tíð sinni.“ Þessi lýsing á vel við John Joyce, sem var gáfaður en kærulaus maður, sem hlóð niðuj- börnum og safnaði skuldum eins og hann ætti lífið að leysa. Joycefjölskyldan bjó í Dublin eða úthverfum hennar og var stöðugt að flytja úr einni íbúðinni í aðra. Þegar James Joyce var á sjöunda árinu, var honum komið í heima- vistarskóia, sem Jesúítar ráku. Honum gekk námið illa í fyrstu, en brátt sótti hann í sig veðrið og var álitinn efnilegasti nemandi. Árið 1890 missti John Joyce stöðu sína sem skattheimtumaður og var settur á eftirlaun, aðeins fjörutíu og tveggja ára gamall. Varð nú hart í búi og fjárhagurinn að lok- um svo erfiður, að James var tekinn úr skólanum í júní 1891. Með að- stoð áhrifamikils Jesúíta tókst þó að koma honum í annan skóla í Dublin, þar sem kennslan var ó- keypis, en þá brá svo við, að dreng- urinn virtist missa allan áhuga á öðrum námsgreinum en ensku og útlendum tungumálum. í lokapróf- inu stóð hann sig illa í öllu nema enskri ritgerð, en hún þótti svo góð, að hann fékk 4 sterlingspund í verðlaun og kennarinn lét þau orð falla, að hún væri vel birtingar- hæf. Joyce fór síðan í menntaskóla og las ensku sem aðalnámsgrein og kynnti sér auk þess franskar og ítalskar bókmenntir. Árið 1900 skrifaði hann grein um Ibsen í tímaritið Fortnightly Review, og fékk að launum þakkarbréf frá hinum norska snillingi. Joyce útskrifaðist úr menntaskól- anum árið 1902, og þar sem hann hafði lengi velt fyrir sér þeim möguleika að ve(rða læknir, lért hann skrá sig sem nemanda við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.