Úrval - 01.07.1970, Page 81

Úrval - 01.07.1970, Page 81
79 FRÚARKIRKJAN í PARÍS síðasti steinninn Vai* dreginn efst upp í norðurturninn árið 1245. Og breytingunum var svo stöðugt hald- ið áfram öld af öld, eftir því sem fegurðarsmekkur manna breyttist og kristin trú blómgaðist eða henni hnignaði á víxl. Um miðja 13. öld voru norður- og suðurþvergöng kirkjunnar reist. Og á stjórnarár- um Sankti Lúðvíks, sonarsonarson- ar Lúðvíks 7., var bætt við öðrum inngöngudyrum, hinni svokölluðu Rauðu hurð (Porte Rouge). Á fyrri hluta 18. aldar var sett gagnsætt gler í alla glugga í stað litaða glers- ins, að undanskildu rósrauðu gluggunum. Og í þau voru grafin þriggja blaða liljublóm. Og jafn- framt því var kirkjan hvítmáluð að innan í hólf og gólf. Á ríkis- stjórnarárum Lúðvíks 15. fannst kirkjufeðrunum, að miðdyrnar væru ekki nógu breiðar fyrir kon- unglegar hátíðaathafnir og ýmsar kirkjuhátíðir og trúarlegar athafn- ir. Og því voru þær breikkaðar ár- ið 1771, þótt það útheimti, að fagur steinútskurður væri jafnframt eyði- lagður. Frúarkirkjan fékk sína verstu út- reið á tímum írönsku stjórnarbylt- ingarinnar, þegar stytturnar, sem stóðu við dyrnar, voru rifnar niður af byltingarmönnum og „afhausað- ar“. Fimmtán þeirra fundust svo árið 1839, þegar borgaryfirvöldin létu grafa upp nokkur einkennileg landamæramerki í kolageymslu- porti á vinstri bakka Signu. Þar voru þær komnar, stytturnar frá 13. öld, þótt þær stæðu að vísu á „haus“. Nú standa þær ósköp um- komuleysislegar í norðurturninum. Múgurinn steypti líka öllum 28 styttunum af stöplum sínum, þar sem þær gnæfðu tíu feta háar uppi á Kóngasvölum, en þær teygja sig eftir framhliðinni, 60 fetum fyrir ofan gangstéttina. En eldmóði bylt- ingarmanna var þar beint í ranga átt. Þeir héldu, að þetta væru stytt- ur af Frakklandskonungum, en þar var reyndar um að ræða stjórnend- ur ísraels og Júdaríkis. Gotnesku hliðin framan við altarið voru rif- in upp og rimlarnir notaðir í spjót. Og allar kirkjuklukkurnar voru bræddar og málmurinn notaður í byssur og kúlur, að undanskildum þeim allra stærstu. Árið 1793 var svo komið niðurlægingu kirkjunn- ar, að í miðskipi hennar voru geysi- háir staflar af víntunnum og ráða- gerðir voru uppi um það að selja bygginguna. Ásigkomulag Frúar- kirkju var átakanlegt, þegar Napó- leon skilaði kirkjufeðrunum aftur þessari eign í aprílmánuði árið 1802. Þetta ásigkomulag hennar mátti ekki aðeins rekja til atferlis bylt- ingarmanna, heldur einnig til ára- tuga vanrækslu, er menn höfðu fyrirlitningu á gotneskri bygging- arlist og álitu hana villimannlega. Það væri vel hugsanlegt, að dóm- kirkjan væri ekki annað en grjót- haugur núna, ef lítill hópur lista- manna og rithöfunda hefði ekki vakið samvizku þjóðarinnar í þessu máli. Einn þeirra var rithöfundur- inn Victor Hugo, sem skrifaði hina vinsælu skáldsögu, „Frúarkirkjuna í París“, árið 1831. Annar var ung- ur arkitekt, Eugéne Viollet-le-Duc að nafni, sem hafði alveg sérstakan áhuga á gotneskri list.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.