Úrval - 01.07.1970, Page 91

Úrval - 01.07.1970, Page 91
88 ÚRVAL bjó í ásamt eiginkonu sinni og þrem börnum. Dagstofan við hliðina var enn stærri. Þar voru blómavasar, fullir af nýskornum vorblómum. Á borði á miðju gólfi stóð skál, full af appelsínum, eplum, banönum og vínþrúgum. Þar voru einnig flösk- ur með konjaki, skozku whisky og vodka. Baðherbergið var alveg dýr- legt. Þar var jafnvel flísalagt bað- ker í gólfinu, sem stigið var nið- ur í. Tuomi heyrði, að lykli var snúið í skrá dagstofuhurðarinnar, þegar hann hafði beðið klukkutíma í íbúðinni. Hann flýtti sér að heilsa að hermannasið, því að inn gengu hershöfðingi og ofursti. „Gjörið svo vel að setjast og slaka á,“ sagði litli, snyrtilegi ofurstinn. „Það er engin þörf fyrir formfestu í okkar skiptum. Ertu ánægður með íbúðina þína?“ „Ég trúi því ekki, að ég sé stadd- ur hérna,“ svaraði Tuomi. „Jæja, þú þarft brátt að taka mikla ákvörðun, og við viljum, að það fari vel um þig, meðan á því stendur,“ svaraði ofurstinn dular- fullur á svip. „Þar að auki er þetta vísbending um það, sem þú getur einhvern tíma búizt við að njóta, ef þú velur rétt.“ „Það er bezt, að við komumst strax að efninu,“ sagði hershöfð- inginn stuttaralega. „Við erum að velta fyrir okkur þeim möguleika að senda þig í þýðingarmikla og hættulega sendiför til Bandaríkj- anna. Þú yrðir að fara inn í landið og starfa þar á ólöglegan hátt. Næð- istu þar, værirðu heppinn, ef þú slyppir með fangelsisdóm. En tak- ist þér að leysa verkið af hendi, yrðu launin líka mikil.“ Tuomi rak alveg í rogastanz við skyndilegar horfur á því, að hann gerðist njósnari í Ameríku. „Mér hefur aldrei komið slíkt hlutverk til hugar,“ sagði hann. „Eg er ekki viss um, að ég sé hæfur til slíks.“ „Allur æviferill þinn hefur verið vandlega rannsakaður, veginn og metinn og allar þær upplýsingar, sem um þig hafa fengizt," greip hershöfðinginn fram í. „Við erum þess fullvissir, að þú hafir getu til þess að framkvæma það, sem nauð- svn ber til. Spurningin er aftur á móti, hvort þú viljir gera það. Þú he^ur fríálst val, og enginn getur valið fyrir þig. I rauninni er sendi- ÞANNIG ERU NJÓSNARAR RÚSSA ÞJÁLFAÐIR 89 för þessi ekki eins erfið og þér hlýtur að finnast hún vera. En samt er um að ræða ýmsar óþægi- legar staðreyndir, sem þú yrðir að horfast í augu við. Þú yrðir að búa og starfa í Bandaríkjunum eins og venjulegur Bandaríkjamaður, en framkvæma jafnframt því þitt raunverulega trúnaðarstarf. Þú gætir aldrei slakað á eitt augnablik, heldur yrðirðu alltaf að vera á varðbergi. Þú yrðir líka fjarri fjöl- skyldu þinni í langan tíma.“ „Hve langan?“ spurði Tuomi. „Þjálfun þín hér í Moskvu tæki líklega þrjú ár,“ svaraði hershöfð- inginn. „Við mundum auðvitað vilja hafa þig í Ameríku í að minnsta kosti þi'jú ár og ef til vill lengur, eftir að við værum búnir að kosta svo miklu til þjálfunar þinnar. Og því betur sem þér geng- ur, þeim mun lengur yrðirðu látinn vera þar.“ „Hvað verður um fjölskyldu mína?“ spurði Tuomi. „Hana mun ekki skorta neitt,“ svaraði hershöfðinginn. „Gæti hún hugsanlega fengið nýja íbúð?“ „Það kynni að taka svolítinn tíma, en við getum samt ábyrgzt það,“ svaraði hershöfðinginn ákveðnum rómi. „Það yrði jafnvel um enn meiri hlunnindi að ræða. Laun þín munu þrefaldast, og þú getur látið þau renna óskert til fjölskyldu þinnar, vegna þess að við munum láta þig fá eins mikið af dollurum og þú þarfnast. Og hvert ár, sem þú dvelur erlendis, mun verða reiknað sem tvö ár, hvað eftirlaunin snertir. Þú þarft því ekki að hafa áhyggjur af neinu allt til æviloka, eftir að þú snýrð heim aftur. En það er samt um enn þýðingarmeira atriði að ræða. Þú munt njóta ánægjunnar og stolts-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.