Úrval - 01.07.1970, Qupperneq 93

Úrval - 01.07.1970, Qupperneq 93
ÞANNIG ERU NJÓSNARAR RÚSSA ÞJÁLFAÐIR 91 á breidd. í því var arinn, en því fylgdi ekkert eldhús né bað. Ná- lægt húsinu voru sorpgryfjur borg- arinnar, og þaðan lagði daunillan þef. Einnig barst þaðan herskari af risavöxnum rottum. Um haustið ákváðu þau Tuomi og Nína, eldri dóttir ekkjunnar, að ganga í hjónaband. Þar var fremur um vináttu og hagkvæmni að ræða en ást. Þau voru gefin sam- an í hjónaband í matarhléi og eyddu brúðkaupsnóttinni í sama herbergi og þau höfðu áður hafizt við í, þar sem móðir Nínu og systir sváfu í nokkurra feta fjarlægð frá þeim. Nína vann sem afgreiðslustúlka í fataverzlun gegn lágum launum, og eftir skólatíma hjó Tuomi við í eld- inn og annaðist brauðflutninga fyr- ir Ríkistehús númer 3 til þess að drýgja tekjur þeirra. Hann fékk jafnvirði 50 dollara á mánuði fyrir starf þetta og þar að auki máltíðir, þannig að hann gat því gefið ekkj- unni og dætrunum mestallan mat- arskammt sinn. En það varð samt oft matarskortur hjá þeim. Og hann leiddi svo til þess, að Tuomi urðu á önnur þeirra tveggja mistaka, sem áttu eftir að umbylta gervöllu lífi hans. Seint í desembermánuði árið 1947 var Tuomi að draga sleða um snævi baktar göturnar í áttina til tehúss- ins. Sleðinn var hlaðinn brauði. Hann tók eftir því, að brauðkass- inn var þyneri en venjulega, og bví opnaði hann hann. Að vitum hans barst ilmur af nýbökuðum frönskum brauðsnúðum. Hann taldi bakkana. og svo taldi hann þá aft- ur. Það lék enginn vafi á því, að þeir í brauðgerðarhúsinu höfðu af- hent honum aukabakka með 100 ljúffengum brauðsnúðum á. Ef hann skilaði þeim ekki og ef upp um hann kæmist, gæti hann hlotið 10 ára fangelsisdóm fyrir að stela rík- iseignum. En hver gæti komizt að því? Hann hnipraði sig saman, er hann teymdi sleðann framhjá KGB- skrifstofu hverfisins.* Hús það gekk undir nafninu „Gráa byggingin" vegna skuggalegs litar síns og þeirrar óhugnanlegu starfsemi, er þar var rekin. Hann fann skjálfta fara um sig sem snöggvast, en svo flýtti hann sér heim. „Guð minn góður!“ hrópaði Nína, er hann kom æðandi inn í herbergið með brauð- snúðana í fanginu. „Hvar fékkstu þá?“ „Láttu þig það engu skipta,“ svaraði Tuomi skipandi röddu. „Kauptu svolítið vodka og smjör, meðan ég fer með brauðsendinguna til tehússins. Við höldum veizlu í kvöld!“ Tuomi urðu á hin mistökin þenn- an sama vetur. Vegna eldiviðar- skorts voru allar líkur á því, að loka yrði tehúsinu. Því gerði fram- kvæmdastjórinn og næturvörður- inn áætlun um að ræna nægilegum eldiviði úr eldiviðargeymslu ríkis- ins til þess, að hann nægði þeim veturinn á enda. Framkvæmda- * Árið 1947 gekk KGB, sovézka leyni- og njósnaþjónustan, undir heitinu MGB, þ. e. Ríkisöryggis- ráðuneytið. En starfsemi þessi hef- ur oft skipt um nafn, síðan hún hófst.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.