Úrval - 01.05.1971, Page 12

Úrval - 01.05.1971, Page 12
10 ÚRVAL tölulegum upplýsingum og opin- berum skýrslum, heldur í augum fólks og rödd, göngulagi og öllu fasi. Fyrir áratug, eða þ. 6. marz árið 1960, gerðist það, að hvítir menn réðust á svarta mótmælendur, sem vildu aðeins fá að biðjast fyrir á tröppum fylkisþinghússins í Mont- gomery í Alabamafylki. Og hvítu mennirnir börðu þá svörtu og fóru illa með þá. Nú eru afgreiðslustúlk- urnar í stuttu pilsunum í deilda- verzlununum í Birmingham í sama fylki, bæði svartar og hvítar, og sama er að segja um starfsfólk á símstöðvum í Jackson í Mississippi- fylki og á opinberum skrifstofum og skrifstofum ýmissa fyrirtækja í Richmond í Virginíufylki. Svartir og hvítir sækja alveg óhindrað sömu veitingahúsin og næturklúbb- ana í New Orleans í Louisiana- fylki. í borgunum Miami, Atlanta og Richmond stjórna svartir borg- arstjórar fundum borgarstjórnanna. Og í borginni Augustu í Georgíu- fylki má heyra afgreiðslumenn ávarpa svarta viðskiptavini sem „herra“ og „frú“. í augum gamals manns, sem sat úti á svölum heimilis sins í bænum Perry í Georgíufylki, var þetta atriði eitt það þýðingarmesta. „Nú heyrist bara: Já, herra, og já, frú, við öll möguleg og ómögu- leg tækifæri,11 sagði hann. „Áður skipti það ekki máli, hversu mikið maður verzlaði. Maður var samt meðhöndlaður sem skítur." Bóndi einn í Holmeshreppi í Mississippifylki, læknir einn í bæn- um Houston í Texasfylki, prestur baptistasafnaðar í Farmville í Vir- giníufylki, lögfræðingur einn í Charlotte í Norður-Karólínufylki, alls konar fólk segir allt það sama: Nú eru það Suðurríkin, en ekki Norðurríkin, sem bjóða svörtum Bandaríkjamönnum upp á mögu- leika til betra lífs. Þessir svörtu Suðurríkjamenn tala um þjóðfélagslega byltingu, byltingu, sem hófst með mannrétt- indabaráttu negranna, sem ríkis- stjórnin, kirkjur og ýmsar stofnan- ir hvöttu eindregið til og hrintu jafnvel í framkvæmd ýmsum áætl- unum, sem miðuðu í þessa átt. Áhrifin af þessu urðu svo þau, að negrarnir voru sér betur meðvit- andi um allar aðstæður og mark- miðið, sem keppt var að, og þeir tjáðu sig meira en áður í þessu efni. Og nú dreymir þá um að hrinda af stað samstarfi á breiðum stjórnmálalegum og efnahagslegum grundvelli, sem valdi því, að þeir verði afl, er taka verður mikið til- lit til í Suðurríkjunum, annaðhvort með stuðningi hvítra manna eða þá án hans. Og negrarnir eru ekki myrkir í máli í því sambandi. Einn þeirra er Jay Cooper, ung- ur lögfræðingur, sem fluttist aftur til heimabæjar síns, Mobile í Ala- bamafylki, eftir að hafa útskrifazt úr lagadeild New Yorkháskóla. „Það er öruggt, að það er einmitt í Suðurríkjunum, sem orrusta svarta mannsins verður háð . . . og unnin,“ sagði hann. Annar þeirra er Thomas J. Long, fyrrverandi major í „Græriu húf-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.