Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 26

Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 26
24 ÚRVAL þér grein fyrir því, að þú ert svartur?" Clay Felker, ritstjóri tímaritsins ,,New York“ og einn af nánustu vinum Frosts, hefur þetta að segja um hann: „Það þarf hugrekki til þess að spyrja þeirra spurninga, sem eru á allra vörum, vegna þess að fólk er venjulega hrætt við að koma þannig fyrir, að það virðist ekki vera sérfræðingar á sínu sviði. En samt eru það þessar mannlegu spurningar, sem öllu máli skipta. Þær spyrja nákvæmlega þess, sem allir vilja vita.“ Greiðslan til þeirra, sem koma fram í þáttum Frosts, er að vísu aðeins 265 dollarar að jafnaði. En samt lítur gestalistinn þegar út eins og smækkuð útgáfa af „Hver er maðurinn?“. Á meðal gestanna hafa verið þau Coretta Scott King, Golda Meir, Barry Goldwater, Thor Heyerdahl, Walter Cronkite, Hu- bert Humphrey, Olof Palme for- sætisráðherra Svíþjóðar, Truman Capote, Fulton J. Sheen biskup og Hussein konungur í Jórdaníu. Lík- legasta skýringin á þessum stór- kostlega hæfileika hans til þess að draga að sér athyglisverða gesti er sú, að hann hefur orð á sér fyrir að vera heiðarlegur og sanngjarn. 90 mínútna samtal Frosts við Spiro Agnew varaforseta vakti at- hygli um gervöll Bandaríkin. Cla- rence Petersen skrifaði um það á þessa leið í Chicago Tribune: „Eg held, að ég hafi varla nokkurn tíma heyrt eins hófsamlegar og sann- gjarnar umræður um vandamálin og persónulegar og opinberar skoð- anir og lífsskoðun manns, nema það hafi verið í síðasta skiptið, sem ég horfði á þátt Davids Frosts.“ Það var augljóst, að Agnew sjálfum fannst, að hann hefði fengið heið- arlega og sanngjarna meðhöndlun, því að hann kom fram í þætti Frosts öðru sinni og þá andspænis hörðustu gagnrýnendum sínum, hin- um uppreisnargjörnu stúdentum. „AÐ TAKA ÁHÆTTUNA" David Paradine Frost, sem er sonur meþódistaprests, fæddist í apríl árið 1939 í bænum Tenterden í Kent í Englandi. í skólaumsögn- um er honum. lýst sem „mjög lif- andi, skilningsskörpum og ná- kvæmum nemanda“. Sérstakir hæfileikar hans sem knattspyrnu- leikmanns urðu til þess, að hann var að því kominn að taka tilboði um að gerast atvinnumaður gegn 33 dollara og 60 centa vikulaunum, sem voru hærri laun en faðir hans fékk. En þess í stað keppti hann um námsstyrk við Cambridgehá- skóia og hlaut hann. Þaðan lauk hann B.A.-prófi í ensku árið 1961. Að prófi loknu fékk hann starf sem „framleið- andanemi" við sjónvarpsþáttinn „í vikunni" hjá einkasjónvarpsfélag- inu „Rediffusion", og fjallaði þátt- ur þessi um málefni liðandi stund- ar. í frítímum sínum skemmti hann með gamanþáttum á kabaretsýning- um og í næturklúbbum. Svo kom hið gullna tækifæri, þegar sjón- varpsþáttaframleiðandi brezka rík- issjónvarpsins, Ned Sherrin, sá hann í kabaretsýningu á „Bláa Englinum“. Sherrin var þá einmitt að undirbúa gamanþátt, er bera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.