Úrval - 01.05.1971, Qupperneq 27
DAVID FROST ER ENGUM LÍKUR
25
skyldi heitið „Þetta var vikan, sem
var“, og var hann skopstæling á
þættinum „í vikunni".
Sherrin farast svo orð um þetta:
„David hermdi eftir Harold Mac-
millan forsætisráðherra, og varð
hann þá að svara óundirbúið ýms-
um spurningum, sem áhorfendur
máttu bera fram. Hann var svo
snjall og hnyttinn í svörum, að fólk
var stórhrifið. Hann var augsýni-
lega alveg stórkostlega viðbragðs-
fljótur. Það kom honum ekkert á
óvart. Hann virtist vera við öllu
búinn og' hafði alltaf síðasta orðið.“
Árið 1962 var Frost boðinn 13
vikna samningur. Átti hann að
semja og undirbúa efni í fyrstu
sjónvarpsþættina „Þetta var vikan,
sem var“. Brátt var talað um þátt-
inn, sem „TW3“ En hann hafði
samt enga tryggingu fyrir því, að
þættir þessir yrðu nokkurn tima
sýndir. Strax á eftir barst honum
gagntilboð frá Rediffusion. Frost
hafði aðeins þetta að segja: „Það
var aðeins um eitt að ræða . . . að
taka áhættuna."
Og árangurinn varð þá, að þetta
varð umdeildasti dagskrárliðurinn
í allri sögu brezka sjónvarpsins.
TW3 hófst í nóvember árið 1962 og
varð strax gífurlega vinsælt efni.
Áhorfendum fjölgaði á örstuttum
tíma úr 2% milljón upp í næstum
13 milljónir. 23 ára að aldri hafði
Frost orðið þjóðfrægur maður á
einni svipstundu. En í desember ár-
ið 1963 ákváðu forráðamenn brezka
ríkissjónvarpsins því miður að
hætta við þátt þennan, þar eð þeir
voru hræddir um, að hann væri of
róttækur í viðhorfinu gagnvart
stjórninni og öllu valda- og yfir-
stéttarkerfinu, sem var dregið
sundur og saman í háði í þáttum
þessum.
Tveim mánuðum siðar hófst
meinlausari útgáfa þáttarins á veg-
um bandariska sjónvarpsfélagsins
NBC, og var David Frost eini Eng-
lendingurinn, sem kom fram í þeim
þáttum. En hinn beitti broddur háðs
og lítilsvirðingar var horfinn, og
þáttur þessi lognaðist út af í marz
árið 1965.
„HANN HUGSAR STÓRT“
En það gat samt ekkert heft
frama Davids Frosts. Brátt var
hann orðinn aðalmaðurinn í tveim
brezkum þáttum, sem sýndir voru
á samkeppnisrásum. Báru þeir
nafnið „Frostskýrslan“ og voru
sýndir á vegum brezka ríkissjón-
varpsins, og „Frostdagskrárliður-
inn“, sem sýndur var á vegum
Rediffusion. Og þá vitnaðist það
skyndilega, að Frost bjó yfir enn
einum hæfileika í geysilega ríkum
mæli. Hann var sem sé stórkost-
legur fjármálamaður. Hann mynd-
aði félagsskap fjármálamanna og
sjónvarpssérfræðinga, sem tókst að
sigra andstæðinga sína og afla sér
einkaréttar til þess að sjá um dag-
skrárefni á föstudögum og laugar-
dögum á annarri af tveim sjón-
varpsrásum Lundúna, sem eru á
vegum einkaaðilja en ekki brezka
ríkissjónvarpsins. Félagsskapur
þessi hlaut heitið London Weekend
Television Ltd. (Helgarsjónvarps-
hlutafélag Lundúna), og átti David
5% í því og var þannig einn af
tveim stærstu hluthöfunum. Ric-