Úrval - 01.05.1971, Qupperneq 27

Úrval - 01.05.1971, Qupperneq 27
DAVID FROST ER ENGUM LÍKUR 25 skyldi heitið „Þetta var vikan, sem var“, og var hann skopstæling á þættinum „í vikunni". Sherrin farast svo orð um þetta: „David hermdi eftir Harold Mac- millan forsætisráðherra, og varð hann þá að svara óundirbúið ýms- um spurningum, sem áhorfendur máttu bera fram. Hann var svo snjall og hnyttinn í svörum, að fólk var stórhrifið. Hann var augsýni- lega alveg stórkostlega viðbragðs- fljótur. Það kom honum ekkert á óvart. Hann virtist vera við öllu búinn og' hafði alltaf síðasta orðið.“ Árið 1962 var Frost boðinn 13 vikna samningur. Átti hann að semja og undirbúa efni í fyrstu sjónvarpsþættina „Þetta var vikan, sem var“. Brátt var talað um þátt- inn, sem „TW3“ En hann hafði samt enga tryggingu fyrir því, að þættir þessir yrðu nokkurn tima sýndir. Strax á eftir barst honum gagntilboð frá Rediffusion. Frost hafði aðeins þetta að segja: „Það var aðeins um eitt að ræða . . . að taka áhættuna." Og árangurinn varð þá, að þetta varð umdeildasti dagskrárliðurinn í allri sögu brezka sjónvarpsins. TW3 hófst í nóvember árið 1962 og varð strax gífurlega vinsælt efni. Áhorfendum fjölgaði á örstuttum tíma úr 2% milljón upp í næstum 13 milljónir. 23 ára að aldri hafði Frost orðið þjóðfrægur maður á einni svipstundu. En í desember ár- ið 1963 ákváðu forráðamenn brezka ríkissjónvarpsins því miður að hætta við þátt þennan, þar eð þeir voru hræddir um, að hann væri of róttækur í viðhorfinu gagnvart stjórninni og öllu valda- og yfir- stéttarkerfinu, sem var dregið sundur og saman í háði í þáttum þessum. Tveim mánuðum siðar hófst meinlausari útgáfa þáttarins á veg- um bandariska sjónvarpsfélagsins NBC, og var David Frost eini Eng- lendingurinn, sem kom fram í þeim þáttum. En hinn beitti broddur háðs og lítilsvirðingar var horfinn, og þáttur þessi lognaðist út af í marz árið 1965. „HANN HUGSAR STÓRT“ En það gat samt ekkert heft frama Davids Frosts. Brátt var hann orðinn aðalmaðurinn í tveim brezkum þáttum, sem sýndir voru á samkeppnisrásum. Báru þeir nafnið „Frostskýrslan“ og voru sýndir á vegum brezka ríkissjón- varpsins, og „Frostdagskrárliður- inn“, sem sýndur var á vegum Rediffusion. Og þá vitnaðist það skyndilega, að Frost bjó yfir enn einum hæfileika í geysilega ríkum mæli. Hann var sem sé stórkost- legur fjármálamaður. Hann mynd- aði félagsskap fjármálamanna og sjónvarpssérfræðinga, sem tókst að sigra andstæðinga sína og afla sér einkaréttar til þess að sjá um dag- skrárefni á föstudögum og laugar- dögum á annarri af tveim sjón- varpsrásum Lundúna, sem eru á vegum einkaaðilja en ekki brezka ríkissjónvarpsins. Félagsskapur þessi hlaut heitið London Weekend Television Ltd. (Helgarsjónvarps- hlutafélag Lundúna), og átti David 5% í því og var þannig einn af tveim stærstu hluthöfunum. Ric-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.