Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 49
47
Viltu auka ordaforda | þinn
?
Hér á eftir fara 20 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu.
Prófaðu kunnáttu bína í íslenzkri tungu og auk þú við orðaforða þinn með
því að finna rétta merkingu. Gæt þess, að stundum getur verið um fleiri
en eina merkingu að ræða.
1. að kukla að kólna, að hvessa, að fúska, að fikta við galdur, að hægja sér,
að káfa á. að gefa frá sér bijóð.
2. bikill: tittur, blóm, hluti af jurt, smáhnykill, hnoða, sem hnykill er undinn
utan á, staup, húðarjálkur, fugl.
3. að fleiðra sig: að hrufla sig, að brosa blitt, að glenna sig, að koma sér
vel fyrir, að smjaðra. að skríða fyrir e-m, að herða sig.
4. bilgjarn: eftirlátur, óvæginn, ólíkur, fjarlægur, auðsveipur, nálægur, ötull,
kveifarlegur.
5. kárína: hrekkur, gleði. glettni, ílát, áhald, yfirbót, rispa, refsing
(fyrir drýgðar syndir).
6. frugg: rykögn, myglað hey, snjóflygsur, vatnsúði, þokumistur, gola, lé-
legt gras, nöldur.
7. að bregða e-m brigzlum: að svíkja e-n, að hrósa e-m, að hjálpa e-m, að
álasa e-m, að reiðast e-m, að beita brögðum, að bregða fæti fyrir e-n.
8. karskur: röskur, þrár. kátur, sterkur, skapillur, fýldur, örvasa, yfirlætis-
íullur.
9. brimill: brotsjór, selta, sker, viðskotaill, afkvæmi hvals, karlselur, fugl.
10. Það sló felmtri á hann: hann varð hissa, hann varð reiður, honum varð
kalt, honum brá, ihann varð dauðhræddur. hann skammaðist sín, hann
varð á báðum áttum.
11. göróttur: óhreinn, skaðvænn, fljótfær, ótryggur, eitraður, ósléttur, slitinn,
misvinda.
12. kæpa: lítill bátur, deila, skass. ljót húfa, herfa, kvenselur, ýida, kvenbjörn.
13. flasfenginn: óforsjáll, varkár, athugull, lauslátur, siðlaus, leiðitamur,
hirðuleysislegur, fljótfær.
14. köpuryrði: áróður, raup, hrósyrði, Iháð hughreystingarorð, stóryrði, bæn-
arorð, beizk orð, orðrómur.
15. must: mysa, sýra, vín, skolp, myglað hey, aldinlögur. taðmylsna, móða.
16. að pippa saman: að masa saman, að safna saman, að leggja í púkk, að
gifta í miklurn fiýti, að taka saman stór göt á flík, að Ihvíslast á, að daðra,
að rífast.
17. að korkna: að úldna, að rýrna, að raula, að draga úr. að deyja, að kafna,
að visna.
18. fleipur: sár, afrifur, blaður, frár, fimur, staðlausir stafir, háll, vör á hesti.
19. sufla: fjósakona, k.jaftakind, sóðaleg kona, svuntubleðill, pilsgopi, treyja,
drykkfelld kona.
20. að róskota: að leita ráða, að ráðleggja, að friða, að æsa upp, að færa úr
lagi, að róta í, að eldst, að sýna yfirgang.