Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 52

Úrval - 01.05.1971, Blaðsíða 52
ðó gat ekki tjáð sig sem mannieg verá og hegðaði sér því eins og dýr í gildru. Palmer majór gat ekki gefið þeim neina von. „Við vorum að missa hann úr greipum okkar,“ segir hann, „og mér fannst einhvern Veginn sem hann vildi sjálfur hverfa burt. Hann hafði særzt svo grimmilega, að lífið var honum óbærilegt." Móðir Jims, sem var skurðstofu- sjúkrunarkona á sjúkrahúsi, gerði sér einnig grein fyrir því, að son- ur hennar var að fjarlægjast þau. ,,Við vitum, að hann er að deyja,“ sagði hún við Major Palmer. „Get- ið þér ekki reynt neitt fleira?“ Majorinn hafði verið á þeirri skoðun, að Jim væri enn á lífi ein- ungis vegna ástúðlegrar umhyggju eiginkonu og móður. Hann áleit því, að það gæti rifið hann upp úr þessu dái, ef enn fleiri sýndu áhuga á líðan hans og sýndu honum um- hyggju og áhuga. Kannske var svarið að finna á handlæknisdeild númer 13, þar sem var að finna mest særðu hermennina úr Viet- namstríðinu, menn, sem misst höfðu útlimi og voru öryrkjar. „Það ríkti góður bardagaandi á deild númer 13,“ sagði Palmer majór síðar. „Mennirnir þar höfðu sjálfir orðið að berjast gegn þung- lyndi og höfðu orðið að beita sig þvingunum, svo að þeir drægju sig ekki algerlega inn í tilfinningalega skel. Og því voru þeir hæfari til þess að hjálpa Jim en allir læknar og hjúkrunarkonur sjúkrahússins. É'g komst á þá skoðun, að eina lífs- ÚRVAL von Jims væri deild númer 13, þótt ekki væri það mikil von.“ „HJÁLPAÐU OKKUR“ Carole Burke liðsforingi, yfir- hjúkrunarkona deildarinnar, sagði sjúklingunum aðeins, að til þeirra ætti nú að koma ungur þyrluflug- maður, sem hlotið hefði höfuð- meiðsli og gæti hvorki talað né sýndi nokkur viðbrögð, er við hann væri talað. Hún bað þá ekki neins. Hún vissi, að þeir báru mikla virð- ingu fyrir þyrluflugmönnunum, enda höfðu þeir allir verið fluttir í herþyrlum af orrustuvellinum í sjúkrahús. Mennirnir litu upp án sýnilegs áhuga, þegar Jim var ekið inn í sjúkrastofuna. Tvær hjúkrunarkon- ur tóku handklæðin af aumum úln- iiðum hans og tóku sér síðan stöðu sitt hvorum megin við rúmið. Eft- ir nokkrar mínútur kom sjúkling- ur í gipsumbúðum haltrandi að rúminu. „Ég skal vera hjá honurn," sagði hann. Skömmu síðar gengu tveir aðrir sjúklingar að rúminu og hófu samtal. Jim virtist ekki gera sér grein fyrir því, en þeir yrtu samt á hann, eins og hann tæki þátt í samtalinu með þeim. Næsta sólarhringinn voru mennirnir stöð- ugt að koma að rúmi Jims. Þeir vöktu yfir honum, mötuðu hann með skeið, kveiktu á útvarpstæki hjá rúminu, gerðu að gamni sínu og göntuðust við hjúkrunarkonurn- ar. Og þeir létu alltaf eins og Jim væri einn þeirra og gæti fylgzt með öllu og tæki jafnvel þátt í þessu öllu, þótt hann gerði það auðvitað ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.