Úrval - 01.05.1971, Síða 63
61
BLÁ AUGU —
í bekknum voru 17 bláeygð börn,
3 með græn augu og 8 brúneygð.
Til þess að hóparnir yrðu nú jafn-
stórir, voru græneygðu börnin sett
í sama hóp og þau brúneygðu. „í
dag,“ sagði Jane, „er brúneygða
fólkið betra en það bláeygða. Það
er snyrtilegra og það er gáfaðra."
Brúneygðu börnin litu nú hvert
á annað full undrunar. Þau blá-
eygðu urðu hins vegar vandræða-
leg.
,,Man bláeygða fólkið, hvað því
hefur verið kennt?“ spurði Jane
bekkinn. „Nei,“ heyrðist hrópað frá
brúneygðu börnunum, sem nú voru
tekin að átta sig á leikreglunum.
Brúneygður drengur settist nálægt
einum bezta vini sínum, sem var
bláeygður, og horfði á hann með
fyrirlitningarfullu augnaráði. Það
var greinilegt að aðgreiningin var
ekki lengi að grafa um sig.
Nú voru settar leikreglur dags-
ins. Brúneygðu börnin máttu nota
vatnshanann til að drekka úr, þau
bláeygðu urðu að nota pappaglös.
„En hvers vegna?" spurði ein
bláeygða stúlkan gremjulega.
„Þið gætuð smitað okkur,“ var
einn brúneygði drengurinn fljótur
að svara.
Jane hélt áfram að lýsa reglun-
um. Brúneygðu börnin máttu fá
fimm mínútna aukafrímínútur. Þau
áttu að snæða hádegisverð á und-
an þeim bláeygðu og máttu velja
sér sessunauta. Einnig máttu þau
standa upp frá borðinu, þegar þau
vildu. Bláeygðu börnin máttu ekki
gera neitt af þessu.
„Hverjir eiga að sitja fremst í
skólastofunni?" spurði Jane.
BRÚN AUGU
„Við!“ hrópuðu brúneygðu
börnin.
Og nú varð mikill gauragangur,
þegar börnin færðu borðin og stól-
ana sína til.
„Bláeygða fólkið má ekki leika
sér við brúneygða fólkið, nema því
sé boðið það,“ sagði Jane. „Og ég
ráðlegg brúneygða fólkinu að
hugsa sig vel um, áður en það býð-
ur þeim bláeygðu að leika við sig
í dag. Þér er e'f til vill sama þótt
þú leikir þér við hann. en hvað
heldurðu að brúneygðu vinir þínir
hugsi?“
Þegar börnin höfðu lært reglurn-
ar, hófst hinn venjulegi skóladagur.
Þegar brúneygðu börnin ráku í
vörðurnar, er þau lásu upphátt,
hjálpaði Jane þeim. En þegar þau
bláeygðu mismæltu sig, hristi hún
höfuðið og bað eitthvert brúneygðu
barnanna að lesa setninguna rétt.
Þegar bláeygður drengur krump-
aði eina blaðsíðuna í bókinni sinni,
meðan hann beið taugaóstyrkur
eftir því, að röðin kæmi að honum
til að lesa, tók Jane bókina allt í
einu af honum og sýndi bekknum
hana. „Fer bláeygða fólkið vel með
hlutina, sem því hefur verið feng-
ið í hendur?“ spurði hún. ,,Nei,“
hrópuðu brúneygðu börnin himin-
lifandi.
Og svona hélt leikurinn áfram.
Brúneygðu börnin nutu þess að ná
sér niðri á bláeygðu bekkjarsystk-
inum sínum, hæðast að mistökum
þeirra og kalla þau bláeygð, sem
þýddi heimskur. Ekkert. þeirra
bauð einu sinni beztu vinum sín-
um úr hópi þeirra bláeygðu að
leika við sig í frímínútunum.