Úrval - 01.05.1971, Síða 69
...OG GUÐ SKAPAÐI STÓRHVELIN
Hvaíur skorinn í ís-
lenzku hvalstöðinni í
Hvalfirði.
Búrhvalurinn getur verið í kafi í
allt að eina klukkustund, en þegar
hann verður hræddur, vegna þess
að honum er veitt eftirför, minnk-
ar geta hans til að geta kafað mjög
lengi. Þegar ég horfði ofan í haf-
djúpið fór ég að hugleiða, hvernig
vitundarlíf hvalsins væri. Búrhval-
urinn hefur stærri heila en nokk-
uð annað dýr, og vafalaust sendir
hann frá sér skellina, sem gefa til
kynna ótta hans og hann sendir frá
sér, þegar hann verður hræddur.
Skellirnir geta borizt mjög langar
vegalengdir.
Þessir skellir eru einu hljóðin,
sem vitað er til, að búrhvelin gefi
frá sér. Engin orð fá lýst hinum
undarlega söng hvalanna, sem er
óvenjulega hreinn og tær. Á þetta
hljóð ætti maðurinn að hlusta á
hverjum morgni til að minna sig á
morgun heimsins.
W-29 ruggar á öldunum og mað-
urinn í varðturninum uppi á siglu-
trénu sveiflast í stóra hringi. Þá
birtist hásetinn, sem fylgzt hefur
með hvalnum í sónartækinu, og
segir að hann sé horfinn. Hann
hefur kafað niður á minnsta kosti
3000 feta dýpi. Á því dýpi getur
sónartækið ekki greint hann.
Flugvélin hnitar hringi yfir sjón-
um og varpar litarefni í sjóinn, þar
sem hvalirnar sáust fyrst. Einni
mílu sunnar rekst skipið svo á
hvali, þar sem þeir stökkva og
dýfa sér í öldurnar. Þarna eru
meira en 20 hvalir saman í einni
göngu. Hver fjölskylda heldur sér
þétt saman, og þeir synda hratt
áfram. Þeir stinga sér fagurlega í
öldurnar, og þegar þeir blása birt-