Úrval - 01.05.1971, Page 96

Úrval - 01.05.1971, Page 96
94 ÚRVAL ugt lappirnar og afturendann á mér. Ég æfði mig líka þrjár klukku- stundir á dag með slöngvivaðnum og tætti skinnið af lófunum, í hvert skipti sem fléttaða leðurólin rann hratt úr hendi mér, er mér hafði heppnazt að slöngva hest eða naut. Smám saman jókst hæfni mín. En enginn af Indíánunum sýndi hinn minnsta áhuga á framförum mín- um. Þeir höfðu aldrei fyrir hitt hvítan mann, sem tekizt hefði að verða „vaquero“. Og augsýnilega álitu þeir mig ekki efnilegt kúreka- efni. Ég ól með mér leynda áráttu, hvað Cang snerti. Nafn hans er dregið af brasilíska orðinu „djöf- ull“. Hann var 10 ára gamall grað- hestur og hafði þegar orðið einum manni að bana. Síðan hafði aldrei verið lagt á hann. Mér fannst, að það hlyti að hafa mikil áhrif á hina kúrekana, ef mér tækist að ráða við hann. Loks ákvað ég af barnalegri fífldirfsku, að nú væri ég orðinn nógu leikinn til þess að heyja einvígi við hann. Strax og ég nálgaðist Cang, tog- aði hann fast í kaðalinn, sem hann var bundinn með við tamningar- staurinn. Hann kippti svo fast í, að hann missti fótanna og datt á hlið- ina. Hann barði æðislega frá sér með fótunum, svo að hófarnir grófu djúpar holur í jörðina. En mér tókst samt að binda fylrir augu hans með taubút, áður en honum tókst að rísa á fætur. Tvær fyrstu tilraunir mínar til þess að leggja á hann urðu alveg árangurslausar. Hann jós og prjón- aði og sló æðislega með hófunum út í loftið. í þriðja skipti stóð hann nógu lengi kyrr til þess, að ég gæti komið fram- og afturgjörðinni und- ir belginn á honum. Svo blístraði ég blíðlega til hans, eins og Char- lie hafði gert, og smeygði beizlinu mjúklega upp í hann og yfir höfuð honum með einni og sömu hreyf- ingunni, eins leifturhratt og mér var unnt. Og svo henti ég mér upp i hnakkinn á næsta augnabliki. Það var sem Cang springi í loft upp. Hann frýsaði æðislega og stökk hátt í loft upp með hausinn á milli lappanna. Svo kom hann beint niður á útteygða fjóra fætur og gerði enga tilraun til þess að taka af sér fallið. Hann beygði sig alls ekkert í hnjáliðunum. Neðri kjálkinn á mér skall niður á bringu, og tennurnar skullu saman með há- um hvelli. En ég hékk samt á hon- um, þótt það lægi við, að ég missti meðvitund við höggið, sem ég fékk, er hann kom niður. Svo þaut hann fram á við í lágum, löngum stökk- um, sem minntu helzt á krákustökk. Hann bruddi mélið, og froðan vall úr munnvikum hans. Loks þaut hann leifturhratt beint af augum. Timburbygging kom þjótandi á móti mér, síðan viðarstafli og svo trjáþyrping, en hvarf svo von bráð- ar sjónum, er Cang þaut fram hjá. Það var ógerlegt að stöðva þetta tryllta stökk hans. Við þutum yfir opið svæði og stefndum beint á fimm strengja gaddavírsgirðingu. Cang skall á girðinguna á 40 mílna hraða. Efsti strengurinn skall í bringuna á honum. Ég þaut fram yfir höfuð honum, eins og mér hefði verið skotið úr fallbyssu. Að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.