Úrval - 01.05.1971, Side 102

Úrval - 01.05.1971, Side 102
100 ÚRVAL inbera útnefningu til starfs þessa. Það var ekki um neinn annan um- sækjanda að ræða, þar eð fáir Indíánar kærðu sig um að vinna þarna nema meðan á smalamennsk- unni stóð. Því varð ég að taka að mér starfið. Fyrsta meiri háttar verkefnið fékk ég í hendurnar í september árið 1954, þegar orðsending barst frá aðalskrifstofunni í Georgetown um, að við ættum að senda 1000 naut hið fyrsta. Ég fékk 20 Indíána mér til aðstoðar, valdi 1000 naut, og síðan lögðum við af stað í hina löngu ferð norður til Georgetown. Þeir, sem ala með sér róman- tískar hugmyndir um rekstur naut- gripahjarða, losna við þær, strax þegar líða tekur á fyrsta rekstrar- daginn. Nautin gerast löt, og að því kemur, að þeim verður varla mjakað úr sporunum. Það er stilli- logn og hitamolla, og geysilegt, brúnt rykský hylur allt og alla. Hestarnir lötra ólundarlega á eftir nautunum. Vit þeirra eru full af sandi. í fjóra daga samfleytt lötraði hjörðin þannig áfram í brennandi sólskininu. Við komumst aðeins 10 —15 mílur á dag. Um hádegisbilið fengu nautin að hvíla sig í tvo tíma. Og þegar við áðum á kvöld- in, var þeim leyft að dreifa sér og bíta á um hálfrar fermílu svæði. Svo voru þau rekin saman í þéttan hóp og fjölmargir eldar kveiktir allt í kringum hópinn. En kúrek- arnir skiptust á um að vaka yfir þeim og gæta þess, að engin naut læddust burt frá hjörðinni. (Lang- hyrndu nautin eru geysilega rat- vís og strokgjörn, séu þau flutt burt úr heimahögum sínum. Þau leita alltaf til þeirra aftur, sé þess nokkur kostur. Kannske eru það bréfdúfurnar einar, sem eru rat- vísari en þau). Síðdegis fjórða daginn rákum við nautin í hlað á Manare, litlum hrossabúgarði, sem tilheyrði Dada- nawabúgarðinum. Þegar nautin lötruðu inn í réttina, mátti greina svart skýjaþykkni úti við sjón- deildarhringinn. Og ég gat heyrt þrumugný í fjarska. Ég vonaði, að stormurinn næði ekki til okkar. Við vorum búnir að koma öllum nautunum inn í réttina, þegar myrkrið skall á. Kúrekarnir gengu til hvílu. Skömmu eftir klukkan níu kvað við ofboðslegur hávaði. Geysileg- um eldingum laust niður um 100 metrum frá nautaréttinni. Og á næsta augnabliki höfðu 1000 ótta- slegin naut sprottið á fætur og voru tekin á rás á sama hraða og væru þau úti í haga. Heill hópur nauta skall á timb- urvegg réttarinnar, og það kváðu við brestir í timbri og brotnandi beinum. Uppistöðurnar í hliðinu, sem voru tíu fet á hæð og úr svo hörðum viði, að axarblað vann ekki á honum, brotnuðu eins og eld- spýtur, og tryllt hjörðin æddi út í gegnum opið hliðið. Það tók okkur margar klukku- stundir og geysilega fyrirhöfn að smala mestum hluta hjarðarinnar saman aftur. Við urðum oft að spretta heldur en ekki úr spori. Og ekki hjálpaði það til, að það var hellirigning. Þegar við komum aft-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.