Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 3

Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 3
9. hefti 40. ár 1 Úrval Scptember 198 1 Vetrartími á íslandi er um níu mánuðir — kannski dálítið skemur sums staðar. Það fer eftir skólatímanum á hverjum stað. Því skólinn kemur svo mjög við líf okkar allra að hann hefur áhrif á lifnaðarháttu okkar, hvort sem við eigum börn á skólaskyldualdri eða ekki. Vissulega eru það mannréttindi að einstaklingurinn fái sómasamlega skóla- göngu. En í mörgum tilvikum, ekki síst í þéttbýli, er skólinn öðrum þræði alveg eins mikil geymslustofnun eins og menntastofnun. Það væri gott og blessað ef mannafli og húsnæðisaðstaða væri fyrir hendi til þess að láta alla þessa krakka hafa eitthvað áhugavert og uppbyggilegt fyrir stafni en, eins og við vitum öll, er víða brotinn pottur í því efni. Þeirri hugsun hefur oft verið hreyft hvort ekki væri alveg eins gagnlegt fyrir þjóðina og betra fyrir krakkana að vinna þegnskylduvinnu tvo mánuði á ári, frá svo sem 11-12 ára og út grunnskólaaldurinn, og stytta skólann að sama skapi. Væri þetta gert af skynsamlegu viti og fé ekki dregið af skólanum sem svaraði þessum tveimur mánuðum mætti koma sömu menntun til fullt eins góðra skila á styttris tíma. Þar að auki væri hægt að vinna ýmis verk ódýrar en nú (eða koma sumum þeirra í verk sem alls ekki eru unnin nú) og jafnframt kenna krökkunum alvöruvinnubrögð. Vissulega væri hér um að ræða störf sem kölluð eru erfiðisvinna, minnsta kosti öðrum þræði. En kakkarnir hafa einmitt gott af að takast á við hóflegt erfíði. Það styrkir skrokk og stælir lund. Ekki síst ef hægt væri að koma inn ábyrgðartilfinningu hjá þeim um leið svo ekki sé talað um starfsmetnað. Móti þessu má benda á að skólakerfið okkar er svo nýlega endurskipulagt að sú skipulagning er ekki enn gengin yfir tii fulls. En — er nauðsynlegt að láta hana ganga yfir til fulls? Ef við sjáum að fenginni reynslu að enn má bæta það og betra þurfum við þá að bíða? Ritstjóri Kápumyndin: Þeir voru þungir, latir og þreyttir, þessir værðarlegu hrútar, þar sem þeir lágu skammt frá vegi í Vatnsdalnum. Þeir kipptu sér ekki upp þótt nærri væri komið en létu hverri stundu nægja sína þjáning enda engin ástæða til að vera með áhyggjur, mánuði fyrir sláturtíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.