Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 62
60
URVAL
minnsta sýnishornið í hinu f]ölskrúð-
uga safni stofnunarinnar — gimstein
frá miðöldum, slípaðan og rauðan að
lit. Á annarri hliðinni er glæsileg
mynd af hesti, á hinni áletmn á kúfik-
máli, fornu afbrigði arabísks leturs.
Annað smámeistarastykki, sem vís-
indamenn hafa ekki enn tekið til um-
fjöllunar, er bergkristall. Hann er að
minnsta kosti 2500 ára gamall. Á
þennan gegnsæja stein hefur einhver
handverksmaður til forna dregið upp
vangamynd af ungum manni af fá-
gætu listfengi. Af myndinni má ráða
nálega tvxmælalaust að gimsteinninn
hafi borist til Tajikistan frá Hellas
hinu forna eða römverska heimsveld-
inu.
,,Eg er stundum spurður hvernig
mér takist að koma heim úr hverjum
rannsóknarleiðangri með nýjar minj-
ar,” segir dr. Múkjtarov. „Leyndar-
málið er einfalt: Ég fer til íbúa fjalla-
þorpanna og útskýri fyrir þeim að
hverju ég er að leita. Og þeir hjálpa
mér alltaf. Eitt sinn færði dekjkan
(bóndi í Mið-Asíu) mér áletraðan
stein. Til þess að ná í gjöfina hafði
bóndinn rifið vegg sem stóð í grennd
við húsið hans en I honum var steinn-
inn.”
Don var heldur betur rogginn þegar hann ók nýja Ferrari bílnum
sínum til vinnunnar fyrsta morguninn og lagði honum á almennings-
bílastæði. Þegar hann kom aftur að bílnum að loknum vinnudegi sá
hann að miði hafði verið lagður undir vinnukonuna. Venjulega boð-
ar þannig lagað ekkert gott en kvíði Dons breyttist í kátínu þegar
hann las á miðann: „Bíllinn minn stóð hjá þínum í allan dag. Ef
þetta ber ávöxt áskil ég mér hlutdeild í bælinu. ’ ’
A. Romer
Ungur maður kom á almenningsbókasafnið í Wichita og bað um
fræðslubók um hjónabönd. Bókavörðurinn fann bók handa honum.
Þegar ungi maðurinn sá titilinn roðnaði hann og sagði að þetta væri
nú ekki eiginlega það sem hann hefði haft í huga. Hvort ekki væri til
einhver önnur? Hann fékk aðra bók með nákvæmari lýsingum en sú
fyrri og nú varð hann bókstaflega bleikrauður. Þetta var enn ekki það
sem hann vildi. Bókavörður fann nú þriðju bókina sem var mjög ná-
kvæm kynlífskennslubók. Á leiðinni fram aftur sagði hann við annan
bókavörð: ,,Ef þetta er ekki nóg handa honum held ég hann ætti að
hætta viðþetta.”
Maðurinn leit á bókina, blaðaði i henni, varð blárauður og gusaði
loks út úr sér: „Mig langaði bara að vita — er alveg nauðsynlegt að
maður sé með hvítt bindi?” F. Rockwell