Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 6
4
ÚRVAL
vegar að menn óttast hákarla meira
en ástæða er til.
Einn maður hefur gert sitt besta til
að bæta úr þessu og sá heitir H.
David Baldridge, bandarískur vís-
indamaður og höfundur bókarinnar
Shark Attack'. Baldridge gaf nýlega
út skýrslu um rannsóknir bandaríska
flotans á hákarlsárásum og er það ein-
hver frábærasta könnun í sinni grein.
Hann hefur skráð um það bil 1165
árásir. Hér á eftir fara nokkrar kerl-
ingabækur sem hann kollvarpaði um
leið:
Um það bil hundrað sinnum á ári
ráðast hákarlar á menn sem flestir
deyja. Lygi. Skýrslur sýna að undan-
farin ár voru árásirnar aðeins 28 á ári
og dauðsföllum hefur fækkað sífellt
vegna aukinnar lækniskunnáttu. Þau
voru 46% árið 1940 en eru aðeins 10
til 15% núna.
Hákarlar ráðast yfirleitt á menn í
grunnu vatni. Tölfræðilega rétt en
menn synda heldur ekki á naf út svo
að það væri ekki rétt að álíta að öryggi
þeirra væri meira á djúpsævi. Skýrslur
SAF benda til þess að hættan aukist
eftir því sem sundmennirnir leggja
meira á djúpið.
Hákarlar verða vitlausir um leið og
þeir bíta. Aðeins fjögur prósent allra
hákarlsárása sýna slíkt. Yfirleitt fara
þeir eftir eitt eða tvö bit. Þannig er
það í fjórum tilfellum af fimm.
Ef hákarl rceðst á eina manneskju
ræðst hann á alla nálægt henni.
Yfirieitt ósatt. Hákarl ræðst kannski á
eina manneskju en þá lætur hann
hinar lönd og leið. Það er því fremur
lítil hætta á því að hákarl ráðist á þá
sem koma sundmanninum til bjarg-
ar.
Hákarl sveimar umhverfis sund-
manninn eins og hrœgammur áður en
hann ræðst til árásar. í tveim af
hverjum þrem árásum sást hákarlinn
ekki áður en hann beit. í helmingi
allra árásanna, þegar hann sást,
stefndi hann beint á fórnarlambið.
Hákarlar verða óðir þegar þeir sjá
blóð. Hákarlar veita því athygli ef
sjórinn breytist eitthvað en það er erf-
itt að trúa því að hákarl verði óður ef
hann ,,sér eina blóðfrumu í sjón-
um”, eins og sögur segja. Hákarlar
ráðast að ósærðum sundmönnum og
synda á brott þegar fórnarlambinu
blæðirmikið.
Hákarlar ráðast á fólk af því þeir
eru svangir. Furðulegasta staðhæfing
Baldridge er sú að aðeins örsjaldan
ráðist hákarlar á menn vegna sultar.
Hákarlar eru að vísu ekki matvandir
(menn vita að þeir éta allt frá niður-
suðudósum upp í bárujárn) en yfir-
leitt láta þeir sér nægja einn bita svo
að þeir eru ekki rándýrí fæðuöflun.
Hvers vegna ráðast hákarlar þá á
menn? Kannski vita þeir ekki í hvað
þeir eru að bíta í menguðum sjó.
Kannski halda þeir að fórnarlambið
ógni þeim á einhvern hátt. Baldridge
segir að eina leiðin sem hákarlinn geti
valið sé að sýna kjaft og tennur.
,,Bit hans er aðeins leiðin til að hrekja
‘ Gcfin út af Berkeley Publishing Corp.