Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 85
HVÍTUR ESKIMÓADRENGUR
83
stutta kjóla úr rósóttum bómullar-
efnum, og utan yfir voru þær í víðum
peysum, sniðlausum eins og pokum.
En engu að síður stafaði miklum
þokka af þessum ungu, brosmildu
stúlkum með ljómandi andlit, epla-
kinnar og stuttar fléttur.
Kofarnir í eskimóaþorpinu
teygðust talsverðan spöl meðfram
Koksoakánni. Á vissum stað hlutu
leiðir þeirra að skilja og þrjár sneru til
sinna heimkynna. Elsa hélt áfram
með löngum, fjaðrandi skrefum. Þótt
hún væri alltaf áfjáðust í að komast í
bíó, sem hún unni eins og ljúfum
draumi, var hún líka alltaf mjög
áfram um að komast aftur heim til
raunveruleika eskimóabyggðarinnar,
kofanna sem stóðu á víð og dreif,
stígsins sem lá meðfram ánni og sér-
staklega árinnar sem gjálfraði stöðugt
á leið sinni og var eilífur hluti af um-
hverfínu.
Ungur, amerískur hermaður lá í
leyni í runna litilla og grannra trjáa
sem uxu í dálítilli laut landmegin við
stíginn. Hann beið og bölvaði hitan-
um og moskítóflugunum — og
kannski, án þess að vita það, óþoli
æskunnar sem lék hann jafngrátt og
það leikur allt líf stutta sumarið á
þessum norðlægu slóðum.
Hann heyrði raddir stallkvenna
Elsu fjarlægjast. Svo, þegar hún kom
nær, rétti hann út höndina til að
stöðva hana.
„Hæ, beibí!”
,,Hæ, hermaður,” sagði hún
vingjarnlega.
En hann var þegar farinn að tosa
henni inn í runnana og þrýsta munni
sínum á hennar. Hann var með stór
sólgleraugu og derhúfu sem náði
alveg niður að þeim svo hún vissi
raunar aldrei annað um hann en
hann var ungur og að hjarta hans
barðist eins og í villidýri í gildru. Að
því frátöldu var allt annað eins og í
bíó — einkennilegt, framandi, ótrú-
legt. Og nú ýtti hann henni til jarðar
og féll sjálfur ofan á hana.
Hann var hvorki harðhentur né
hrottafenginn, bara mikið að flýta
sér, og umhverfis þau var
moskítósveimurinn eins og þykkur
reykjarbólstur. Og á eftir lá honum
jafnvel enn meira á að komast í
burtu. Þegar hann var að flýta sér úr
runnunum tautaði hann eitthvað líkt
og ,,takk”. Eða var það „bless”? Svo
þrýsti hann nokkrum dollaraseðlum í
lófa hennar og tók ti! fótanna niður
eftir árbakkanum.
Hann stansaði rétt áður en hann
beygði upp í kampinn, grannur
skuggi móti dökkrauðum kvöldhimn-
inum, og hreyfði höndina aðeins í
áttina til Elsu.
Það leit út eins og vinsamleg
kveðja.
Líklega hefði lítið lifað eftir þetta
skammvinna atvik á bökkum
Koksoakárinnar annað en óljósar
myndir, eins og eftir bíó, hefði
líkami Elsu ekki farið að taka
breytingum. Nokkrum mánuðum
seinna voru þessar breytingar orðnar
augljósar. Það varð ekki séð hvort