Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 90
88
URVAL
innt af hcndi einhverja óljósa en
dásamlega skyldu.
Á eftir sat hún og starði út á
Koksoak og fann þá hvíld og endur-
næringu sem hún þarfnaðist.
Stundum varð Jimmy þreyttur líka og
kom og kúrði sig hjá henni. Hún tók
hann í fangið og reri með hann,
hægt og tilbreytingarlaust. Svo
horfði hún rannsakandi í augu
drengsins, nú óskýr og örugg og í
þann veginn að lokast, eins og hún
væri að leita þar að vísbendingu um
einhvern — einu stundirnar í lífi
hennar sem henni varð aðeins liugsað
til hermannsins sem hafði gefið
henni þetta barn. Smám saman átti
hún líka bágt með að verjast svefnin-
um og myndir úr lífi hennar losnuðu
og flugu fyrir, ein og ein, eins og
stóru hvítu sumarskýin.
ANNAÐ ÁR LEIÐ. Einn
sunnudaginn kom presturinn þangað
sem Elsa og drengurinn voru á sínum
stað við ána. Hann settist hjá henni
og saman virtu þau Jimmy fyrir sér
þar sem hann hljóp um og hoppaði.
Presturinn las ekki aðeins stolt Elsu
yfir drengnum og ást til hans úr
augum hennar heldur líka þreytu
hennar og einmanaleika.
,,Hann er að stækka, hann Jimmy
þinn,” sagði presturinn.
,,í dag er hann þriggja ára, fimm
mánaða og tveggja daga,” svaraði
hún að bragði og brosti.
„Hefur þér aldrei dottið í hug að
gifta þig?” spurði presturinn
umhyggjusamlega. „Giftast ein-
hverjum vænum pilti af þínu eigin
fólki sem gæti alið önn fyrir þér og
drengnum?”
Hann hrökk við þegar hann sá
hörkuna færast yfir svip Elsu. ,,Nei,”
svaraði hún. „Aldrei.”
Hún fylgdi drengnum með
augunum — svo liprum, ánægðum
og einstökum — og vissi ekki hvernig
hún átti að skýra það, nema hvað sál
hennar var svo gagntekin af drengn-
um að þar rúmaðist ekkert annað. Frá
morgni til kvölds, allt síðan Jimmy
fæddist, hafði aldrei verið nógur tími
fyrir hann.
„Einmitt,” sagði presturinn. ,,Þú
lifír of mikið fyrir hann einan. Hvað
ætlar þú að gera þegar hann fer frá
þér, einhvern tíma í framtíðinni?”
Framtíðinni! Hún reyndi að skilja
og einbeitingin meitlaði andlit
hennar en það var tilgangslaust. Hún
hafði lært margt af hvítu mönnunum
en hún gat enn ekki fylgt þeim í
þessum framandi áhyggjum yfir
dögum sem enn vom ekki komnir.
En samt fann hún einhvern óljósan
beyg og fór að leika sér að smástein-
unum í kringum sig.
Presturinn hélt áfram að benda á
erfiðleikana sem hún myndi bráðlega
standa frammi fyrir ef hún ætlaði að
ala barnið upp alein og ávítaði hana
um leið hógværiega fyrir að leggja of
mikið á sig.
,,Ég er hræddur um að þú hafir
lagt út á þá endalausu braut að