Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 109
HVÍTUR ESKIMÓADRENGUR
107
hvernig sem viðraði á bökkum
Koksoak. Hinir eskimóarnir vom ekki
sérlega fyrir það heldur að vera of
mikið inni við en í þeirra augum var
hún ðforbetranlegur flækingur sem
aldrei var hægt að finna heima. Þess í
stað sáu þeir til hennar gegnum
fíngerðan skafrenninginn af sólinqi
eða að berjast á móti vindinum —
litla skuggamynd á sífelldri
hreyfingu, með vindi eða móti.
Hún var þarna líka þegar sumraði,
svolítið slitlegri, dálítið bognari, og
bar við ána.
í ljósaskiptunum tók hún sér oft
dálitla hvíld frá þessari linnulausu
göngu. Þá horfði hún hugfangin á
umhverfið í þeirri heillandi litadýrð
sem umskiptin milli birm og myrkurs
höfðu á valdi sínu. Svo laut hún
niður og hirti upp einhverja smá-
muni — kannski steinvölu með blá-
leitri slikju, fuglsegg, eða kannski
þessa hárfínu jurtaþræði sem em
fíngerðir, mjúkir og silkikenndir eins
og barnshár og til þess skapaðir að
bera farandfræ langar leiðir inn í
framtíðina.
Hún greiddi þá sundur, þráð fyrir
þráð, og blés á þá og gamalt, skorpið
andlitið brosti þegar þeir fuku upp og
dreifðust út í kvöldið. ★
Aðferðir til að hreinsa skólp svo hægt sé að nýta það aftur sem neyslu-
vatn hafa hingað til aðeins verið notaðar í mönnuðum geimfömm og
vísindaskáldsögum. En nú er þetta að verða að vemleika fyrir fólkið á
jörðinni. Fyrirtæki í Colorado er nú að búa 150 orlofsheimili í vatns-
lausum fjöllunum í Dillon lokuðu vatnskerfi sem leysir af hólmi
bmnna og skólpræsi eða skólpeyðingartanka.
Fyrirtæki þetta 1 Boulder í Colorado, Pure Cyckle Corp., framleiðir
sambyggt skólp- og neysluvatnskerfi sem stjórnast með örtölvum sem
gefa upplýsingar um stig og ástand á hverjum stað í einni stjórnar-
miðstöð. Afrennsli frá vöskum, þvottavélum og klósettum er leitt í
um fjögur þúsund lítra tank þar sem það er hreinsað svo það uppfyllir
kröfur bandaríska heilbrigðiseftirlitsins um neysluvatn — og jafnvel
meira en það. Og þrátt fyrir alla tæknina sem þarna kemur óhjá-
kvæmilega til skjalanna er verðið í þessu tilfelli að minnsta kosti fylli-
lega samkeppnisfært við þann kostnað sem hlotist hefði af því að
leysa þetta mál eftir venjulegum leiðum. Sagt er að þurrlendissvæði
og sum héruð sem liggja mjög lágt og nærri sjó muni eiga eftir að
njóta góðs af þessu fyrirkomulagi.
Business Week