Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 30
28
ÚRVAL
greindra krabbategunda algengari en
nokkurs staðar annars staðar. Þetta
hefur ekki verið vandamál í Banda-
ríkjunum, þar sem aðeins 2,5% karla
og 1,3% kvenna hafa notað ,,reyk-
laust” tóbak. Framleiðsla á skroi og
snússi hefur þó aukist um 33% á síð-
asta áratug á þessum slóðum og tó-
baksframleiðendur hafa verið drjúgir
að auglýsa þessar vörur sem fína
nýjung.
Kannski fáum við þetta aftur hing-
að til íslands?
★
Ég keypti mér nýtt kvarsúr og þvl fylgdi kort sem á stóð: ,,Þar sem
hér er um að ræða flókinn og nákvæman tæknibúnað hefur bakinu
verið lokað á sérstakan hátt. Opnist aðeins hjá úrsmið sem hefur við-
eigandi verkfæri.”
Samkvæmt þessu hélt ég til úrsmiðs þegar rafhlaðan var orðin tóm
eftir rúmt ár. Afgreiðslustúlkan hvarf með úrið bak við tjald og ég
heyrði orðaskiptin þegar hún fékk honum það. ,Já,” sagði hann.
, ,Réttu mér pappírshnífinn þarna.
A. Harker
Brasilísk yfirvöld hafa að gefnu tilefni ákveðið að banna foreldrum að
skíra börn sín nöfnum sem síðar koma til með að valda þeim erfið-
leikum. Nöfn sem hafa lent í bannhópnum eru til dæmis: Sveita-
bjallan, Sikksakk ogjósep kvæntist í stuttum buxum.
Sem gesturl Bretlandi varð ég vitni að eftirfarandi atburði:
Löng röð á strætisvagnabiðstöð beið eftir að komast upp í vagninn
þegar bílstjórinn kallaði: ,, Aðeins rúm fyrir einn í viðbót. ’ ’
Tvær konur, sem áttu að fara næstar upp í bílinn, stigu fram og sú
eldri sagði: ,,Þú ferð ekki að aðskilja móður og dóttur, er það?”
,,Nei, góða,” svaraði hann. ,,Ég gerði það einu sinni og hef iðrast
þess æ síðan. ’ ’ Svo ók hann á brott og skildi báðar eftir.
D. Griswold
Réttarhöld stóðu yfír í litlu plássi í Nevada og saksóknarinn var í
miðri, strangri sóknarræðu þegar jarðskjálfti reið yfir og dómhúsið
skalf og nötraði. Skjálftinn stóð í nokkrar mínútur en þegar honum slot-
aði aftur sagði saksóknarinn. „Einhver cr mér sammála, það er aug-
ljóst, yðar hágöfgi.”
Hans hágöfgi, dómarinn, svaraði þurrlega: „Augljóst — en jarð-
skjálftar koma að neðan, er ekki svo? ’ ’
M. Varney