Úrval - 01.09.1981, Blaðsíða 77
INNFL YTJENDUR Á BRETLANDSEYJUM
,,Nýtt þjóðfélag” (New Society)
kemst hún að þeirri niðurstöðu að
15—16 ára gamlir unglingar, ættaðir
frá Asíu eða Vestur-Indíum, leggi
ákaflega mikið upp úr því að öðlast
þau réttindi sem æðri menntun
veitir. Niðurstöður sínar byggir Linda
Dove á rannsóknum sem hún gerði í
þremur grunnskólum í London. I
mörgum tilfellum mátu þessir ungl-
ingar gildi menntunar mun meira en
innfæddir, hvítir jafnaldrar þeirra.
Það var einnig algengara að innflytj-
endaunglingar hefðu síður hug á
að hætta skólanámi án þess að taka
lokapróf heldur en aðrir jafnaldrar
þeirra. Meira en 90 prósent af Asíu
unglingunum og um 80 prósent af
Vestur-Indíu unglingunum vildu
halda áfram námi í eitt ár eftir grunn-
skóla; og um 63 prósent Asíu ungl-
inganna vonuðust til þess að geta
tekið próf upp í háskóla. Þessar
niðurstöður kollvarpa alveg algengri
hugmynd sem fólk hefur um börn
innflytjenda — að þau séu löt og al-
mennt einskis nýt.
I ,,Nvju þjóðfélagi” hefur einnig
birst grein eftir þá Roger Ballard og
Bronwen Holden þar sem þeir gera
grein fyrir þeim vaxandi fjölda ungs
fólks af innflytjendaættum sem nú
fer út í háskólanám. Vandi þessa
unga fólks hefst í rauninni ekki fyrr
en að námi loknu þegar það fer að
keppa um vel launuð störf í samræmi
við menntun sína. Gerður var saman-
burður á tveimur jafnstórum hópum
háskólamenntaðra manna. í öðmm
75
hópnum var fólk sem borið var og
barnfætt í Bretlandi, í hinum aðal-
lega fólk af ættum innflytjenda frá
Asíu. Einstaklingar beggja hópanna
höfðu mjög sambærilega menntun og
stéttarbakgmnnur var svipaður; for-
eldrarnir höfðu allir stundað svipaða
atvinnu. Umsóknir hinna innfæddu
um störf fengu yfirleitt mjög jákvæð-
ar undirtektir. Hið sama var ekki
hægt að segja um hina. Flestum um-
sóknum þeirra var hafnað. Niður-
stöður þessarar rannsóknar gefa því til
kynna ótvíræða kynþáttamismunun.
Þegar Winston gamli Churchill leit
eitt sinn yfir farinn veg og leiddi hug-
ann að því þegar gmnnurinn var
lagður að breska heimsveldinu
komst hann svo að orði: „Yfirráð
okkar yfir Indlandi, Vesmr-Indíum
og Afríkunýlendunum veittu okkur
þann auð er gerði okkur kleift að öðl-
ast hinn volduga sess okkar í veröld-
inni. Á vomm dögum verðum við að
beisla krafta þessa fólks sem hefur
flust til okkar frá þessum löndum til
að blása lífi í efnahag þessa lands.
Það er þegar komið svo að við getum
illa verið án hluta þessa fólks. Margar
atvinnugreinar myndu stórlega tmfl-
ast, jafnvel lamast, ef innflytjendur
hætm skyndilega að mæta til vinnu.
Þetta á við um greinar eins og bygg-
ingariðnað, heilbrigðisþjónustu, sam-
göngur. En ef við beislum þennan
vinnukraft verðum við jafnframt að
veita honum hlutdeild í þeim gæðum
sem fylgja því að vera gildir þegnar
góðs lands.”